Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

64. fundur 21. júní 2004 kl. 16:00 - 18:05

64. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 21. júní 2004 kl. 16:00.

 

Mættir á fundi:         

Guðni Tryggvason

Lárus Ársælsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

  

1.

Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 18, 300 Akranesi

Deiliskipulagsbreyting á Akratorgsreit (Hvítanesreitur).

Athugasemdafrestur rann út 10. júní 2004 og bárust athugasemdir frá 6 aðilum.

Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að vinna greinargerð vegna þeirra athugasemda sem bárust.

 

2.

Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030054

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.

Tillaga frá Landlínum ehf.

Athugasemdafrestur rann út 11. júní 2004 og barst eitt bréf frá sóknarnefnd Garðaprestakalls með athugasemdum í 8 liðum.

1.Nefndin felst á ábendingu sóknarnefndar.

2.-3.Nefndin getur fallist á að mörk garðsins verði garðmegin við stíg og að dregið verði úr sveigjum á stíg.

4. Nefndin felst ekki á þessi tilmæli.

5. Nefndin getur fallist á færslu lóðamarka um 2 metra til norðurs.

6.-7. Nefndin getur fallist á tilmæli sóknarnefndar.

8. Nefndin tekur enga afstöðu til  hugsanlegs bótarréttar sem sóknarnefnd telur sig eiga á hendur sveitarfélaginu.

  

3.

Skólabraut 14, Veitingastaðurinn Café Mörk, leyfi til áfengisveitinga.

 

Mál nr. SU040034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.

Bréf bæjarritara dags. 2. júní 2004, varðandi umsögn vegna umsóknar Sigríðar Helgu Sigfúsdóttur kt. 080967-3739 um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Café Mörk, Skólabraut 14, Akranesi.

Skipulagsfulltrúi gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

Skipulags-og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa.

 

 

4.

Klasi 3-4, göngustígur við Steinsstaðaflöt

 

Mál nr. SU040055

 

290969-3799 Guðlaug Sigríksdóttir,Steinsstaðaflöt 15, 300 Akranesi.

Bréf Guðlaugar Sigríksdóttur dags. 11. júní 2004 þar sem hún fyrir hönd íbúanna við Steinsstaðaflöt 15, 19, 21 og 23 fer fram á að færa göngustíg sem fyrirhugað er að leggja meðfram lóðum þessara húsa, um 3-4 metra.

Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.

  

5.

Merkurteigur, staðsetning rútubifreiðar

 

Mál nr. SU040054

 

110158-5219 Margrét Þorvaldsdóttir, Suðurgata 39, 300 Akranesi

Tölvubréf Margrétar Þorvaldsdóttur Suðurgötu 39, móttekið 10. júní 2004, þar sem hún biður nefndina að taka til umfjöllunar staðsetningu rútubifreiðar sem er lagt alloft við Merkurteig og veldur erfiðleikum við að fara um götuna og birgir sýn þegar farið er frá bílastæði við hús hennar.

Erindið lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:05

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00