Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
65. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18, mánudaginn 28. júní 2004 kl. 16:00.
Edda Agnarsdóttir
Lárus Ársælsson
Guðni Tryggvason
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. |
Garðalundur, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU030032 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Magnús H. Ólafsson, arkitekt mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir nýjum tillögum.
Farið yfir tillögurnar og mun MHÓl leggja fram endanlega tillögu fyrir næsta fund.
2. |
Brautir deiliskipulag, Vallarbraut, lóðir undir raðhús |
|
Mál nr. SU040057 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Magnús H. Ólafsson arkitekt gerði grein fyrir skipulagstillögu.
Skipulagsnefnd tekur vel í framlagðar hugmyndir og felur Magnúsi að vinna áfram að málinu í þessum anda.
3. |
Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU030022 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi í klasa 5 og 6 í Flatahverfi frá Arkitektum Hjördís og Dennis.
Endanleg tillaga liggur ekki fyrir eins og gert hafði verið ráð fyrir en farið var yfir uppdrátt sem er að komast á lokastig.
Nefndin leggur áherslu á að endanlegur uppdráttur verði tilbúinn fyrir næsta fund.
4. |
Klasi 1-2, Eyrarflöt 11, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040056 |
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Smiðjuvöllum 9, 300 Akranesi
Bréf Hönnunnar dags. 16. júní 2004 fyrir hönd Trésmiðjunnar Akurs ehf. þar sem óskað er eftir minniháttar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11 við Eyrarflöt.
Breytingin felst í stækkun lóðarinnar nr. 11 við Eyrarflöt um 3 metra til norð-austurs og breikkun byggingarreits úr 11 metrum í 12 metra til samræmis við byggingarreiti lóðanna við Eyrarflöt 1-9 og hann færður 3 metra til norð-austurs.
Skipulagsnefnd fellst á ósk umsækjanda og samþykkir að farið verði með breytinguna skv.2. málsgrein, 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 og málið grenndarkynnt fyrir lóðahöfum Eyrarflatar 9 og 13 og Tindaflatar 14 og 16.
Lárus vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.
5. |
Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn |
|
Mál nr. SU040029 |
130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 13.06.2004, varðandi stækkun húseignarinnar.
Lagt fram.
6. |
Skipulagsráðgjafar, yfirlit yfir umsækjendur - Skilgreining verkefna |
|
Mál nr. SU040022 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti skilgreiningu deiliskipulagsverkefna fyrir Jaðarsbakkasvæði og Sólmundarhöfða.
7. |
Merkurteigur, staðsetning rútubifreiðar |
|
Mál nr. SU040054 |
110158-5219 Margrét Þorvaldsdóttir, Suðurgata 39, 300 Akranesi
Erindi sem frestað var á síðasta fundi.
Umsækjandi hefur óskað eftir að draga erindið til baka þar sem málið hefur verið leyst.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15