Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

66. fundur 05. júlí 2004 kl. 16:00 - 18:00

66. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18, mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 16:00.

 


 

Mætt á fundi:                           Magnús Guðmundsson, formaður

                                                Kristján Sveinsson

                                                Edda Agnarsdóttir

                                                Lárus Ársælsson

Auk þeirra voru mætt:             Aðalsteinn Kristjánsson tæknifræðingur á tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

 


 

 

1.

Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi  í klasa 5 og 6  í Flatahverfi frá Arkitektum Hjördís og Dennis.

Málinu frestað þar sem endanleg tillaga lá ekki fyrir, stefnt er að því að ljúka málinu á aukafundi eftir viku, þann 12. júlí 2004.

.

 

2.

Garðalundur, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030032

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýjar tillögur frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lagðar fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi fyrir Garðalund verði samþykkt og verði deiliskipulagið auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

M.H.Ól falið í samráði við nefndina að kanna hvort deiliskipulagið kallar á breytingu á aðalskipulagi og honum falið að leggja fram aðalskipulagsbreytingu ef á þarf að halda.

 

 

3.

Brautir  deiliskipulag, Vallarbraut, lóðir undir raðhús

 

Mál nr. SU040057

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýjar skipulagstillögur frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lagðar fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd felst á tillögurnar og felur M.H.Ól.

að ljúka við teikningar og greinargerð til samþykktar á aukafundi þann 12. júlí 2004.

 

4.

Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030054

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf frá Kirkjugarðaráði dags. 23. júní 2004.

Lagt fram og ákveðið að senda bæjarráði afrit af bréfinu.

 

5.

Breyting á svæðisskipulagi sunnan Skarðsheiðar, Ytri-Hólmur 1, Innri Akraneshreppi

 

Mál nr. SU040058

 

Bréf Skipulagsstofnunnar dags. 22. júní 2004

Lagt fram.

 

 

6.

Næsti fasti fundur skipulags- og umhverfisnefndar verður haldinn þriðjudaginn 3. ágúst 2004 kl. 16.00

 

 

 

  

Fundi slitið kl. 17.15

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00