Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
70. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í Kirkjuhvoli Merkigerði 7 , mánudaginn 23. ágúst 2004 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Guðni Runólfur Tryggvason
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann Magnússon, sviðsstjóri
Hrafnkell Á Proppé, umhverfisfulltrúi
Guðný J. Ólafsdóttir, fulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi Mál nr. SU040065
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Afhending viðurkenninga fyrir fallega garða og umhverfi við hús á Akranesi sumarið 2004 fór fram í kaffiboði á vegum skipulags- og umhverfisnefndar í Kirkjuhvoli .
Fyrir fallegan, fjölbreyttan og vel hannaðan garð við einbýlishús fengu Sigrún Rafnsdóttir og Einar Guðleifsson Jörundarholti 117 viðurkenningu.
Fyrir fallegan og vel hirtan garð við fjölbýlishús fengu að þessu sinni íbúar við Lerkigrund 2,4 og 6 viðurkenningu.
Viðurkenningu fyrir fallegt og vel hirt umhverfi við fyrirtæki, fékk Bónusvídeó, þar sem útbúin hefur verið fallegur garður við leiguna.
Fulltrúar frá lóðaeigendum ásamt bæjarráði og nefndarfólki var viðstatt afhendinguna og sá Hrafnkell Proppé umhverfisfulltrúi um að afhenda viðurkenningarnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00