Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
73. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8, þriðjudaginn 21. september 2004 kl. 16:00.
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Bergþór Helgason
Auk þeirra voru mætt:Þorvaldur Vestmann Magnússon, sviðstjóri tækni- og umhverfissvið og Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.
1. |
Náttúruverndarnefndir og Umhverfisstofnun - fundarboð, ársfundur 2004 |
|
Mál nr. SU040077 |
Bréf Magneu Kristinsdóttur dags. 3. september 2004 f.h. Árna Bragasonar þar sem boðað er til fundar fyrir náttúruverndarnefndir sveitarfélaga.
Fundurinn verður haldinn í Borganesi 8.-9. okt.
Nefndin leggur til að aðalfulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar sæki bæði fund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunnar og staðardagskrár 21 á Hótel Glym 8. - 9. október n.k.
2. |
Akratorgsreitur, Vesturgata 52 |
|
Mál nr. SU040078 |
291250-3279 Hervar Gunnarsson, Vesturgata 47, 300 Akranesi
Bréf Hervars Gunnarssonar dags. 3. september 2004 móttekið 9.sept. 2004 þar sem hann leggur fram fyrirspurn um breytingar á neðri hæð hússins sem virðast stangast á við deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki sérstök rök til breytinga á gildandi skipulagi en bendir á að bæjarstjórn hefur óskað eftir að skipulagið, í heild sinni, verði tekið til endurskoðunar.
3. |
Akratorgsreitur - Hvítanesreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU030044 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lögð voru fram gögn um skuggavarp vegna Hvítanessreits og umferðarkönnun frá Línuhönnun .
Í ljósi greinagerðar Tryggva Bjarnasonar hdl og könnun á umferð og skuggavarpi leggur skipulags- og umhverfisnefnd að tillaga að nýju deiliskipulagi Hvítanesreits verði send bæjarstjórn til samþykktar. Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs er falið að senda þeim sem gerðu athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna framangreind gögn. Einnig er honum falið að undirbúa opin kynningarfund á skipulaginu í samráði við verktaka sem hyggst reisa byggingu á reitnum.
4. |
Æðaroddi - Umhverfi, fok frá öðrum lóðum |
|
Mál nr. SU040079 |
151162-5849 Jón Sólmundarson, Stillholt 8, 300 Akranesi
Bréf Jóns Sólmundarsonar dags. 2. ágúst 2004 f.h. Hestamannafélagsins Dreyra þar sem hann er að ítreka kvartanir til bæjarins vegna foks frá nærliggjandi lóðum við Höfðasel og biður skipulagsnefnd að taka málið til umfjöllunar.
Í byggingarskilmálum lóða í Höfðaseli eru ákvæði um girðingar. Byggingarnefnd hefur þegar ritað lóðarhöfum bréf vegna málsins. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að byggingarnefnd taki málið upp aftur og fylgi því eftir. Bergþór sat hjá við afgreiðslu.
5. |
Fjárhagsáætlun, umræður vegna fjárhagsáætlunar |
|
Mál nr. SU040076 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun 2005 v/skipulagsmála.
Tillagan var lögð fram á síðasta fundi.
Tilllaga sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs samþykkt að viðbættum kostnaði við rammaskipulag Skógarhverfis. Samtals er því gert ráð fyrir u.þ.b. 14 mkr. vegna skipulagsverkefna ársins 2005.
6. |
Gangbrautarljós á Kirkjubraut, |
|
Mál nr. SU040080 |
Hugmynd af útfræslu á gangbrautarljósum við Kirkjubraut lögð fram.
Tillaga að staðsetningu gangbrautarljósa og þrengingu á gatnamótum Kirkjubrautar og Skagabrautar rædd. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst í meginatriðum á tillöguna en felur sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs að senda hana til afgreiðslu bæjarráðs ásamt mati á kostnaði og verkáföngum.