Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

75. fundur 05. október 2004 kl. 16:00 - 17:00

75. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , þriðjudaginn 5. október 2004 kl. 16:00.

 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson, formaður

Lárus Ársælsson

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 


1.

Klasi 9 - göngustígur, gögngustígur milli Smára- og Ketilsflatar

 

Mál nr. SU040081

 

220750-5079 Ólafur Ólafsson, Einigrund 12, 300 Akranesi

Erindi Ólafs Ólafssonar dags. 20. september 2004 þar sem hann sem væntanlegur kaupandi á húseigninni að Smáraflöt 11 óskar eftir áliti nefndarinnar á að fyrirhugaður göngustígur á milli Smáraflatar 9 og 11 verði felldur út úr deiliskipulagi og lóðin stækkuð sem því nemur,  því hann stendur 1.5 meter frá húsvegg.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið. Umsækjandi skal sjálfur hafa forgöngu um breytinguna og bera kostnað af henni sem skal unnin  í samráði við sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.

 

2.

Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni

 

Mál nr. SU040082

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Erindi bæjarráðs dags. 24. sept. 2004 þar sem það felur skipulags- og umhverfisnefnd að  leggja fyrir bæjarráð tillögu ásamt kostnaðarmati um samkeppni vegna framtíðarskipulags fyrir Akratorg og næsta nágrenni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að samkeppnin verði unnin í samráði við Arkitektafélag Íslands (AÍ).

Áætlaður kostnaður er 6-7 milljónir og er þá gert ráð fyrir undirbúningi samkeppni, verðlaunafé, kostnaði við dómnefnd og sýningu.

Áætlaður tími við framkvæmd samkeppninnar eru að lágmarki 6 mánuðir. Sviðsstjóra falið að senda bæjarráði samkeppnisreglur AÍ og verklagsreglur um framkvæmd samkeppni.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00