Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
76. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , miðvikudaginn 27. október 2004 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Lárus Ársælsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Hrafnkell Á Proppé umhverfisstjóri Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna |
|
Mál nr. SU030074 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög að stefnumótun fyrir aðalskipulag Akraness.
Árni Ólafsson arkitekt gerði grein fyrir stöðu vinnunnar. Árni gerði einnig grein fyrir forsendum og farið var yfir samanburð á nokkrum skipulagskostum.
2. |
Akratorgsreitur - Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU030042 |
440203-3450 Akratorg ehf, Suðurgötu 57, 300 Akranesi
Vísað er til fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. ágúst s.l.
Akratorg ehf hefur lagt fram samkomulag fyrirtækisins við OR, dags. 20. okt. s.l. um færslu rafstrengja og þar sem fram kemur að aðkoma að spennistöð og umferðarréttur OR um lóðina er tryggður.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að legga til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30