Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

79. fundur 16. nóvember 2004 kl. 16:00 - 17:55

79. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , þriðjudaginn 16. nóvember 2004 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Ingibjörg Haraldsdóttir

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Auk þeirra voru mætt

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

1.

Galitó, Stillholt 16-18, Leyfi til áfengisveitinga

 

Mál nr. SU040089

 

260582-3569 Áróra Rós Ingadóttir, Ármúli 32, 108 Reykjavík

Umsókn um leyfi til áfengisveitinga frá Áróru Rós Ingadóttur f.h. Veitingahússins Galitó við Stillholt 16-18, (Áróra Rós ehf)

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir  afgreiðslu sviðsstjóra.

 

2.

Innri Akraneshreppur, aðalskipulag - umsögn

 

Mál nr. SU040090

 

10169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 5. nóvember þar sem óskað er umsagnar á erindi er varðar vinnu við aðalskipulag Innri Akraneshrepps, sérstaklega hvað varðar mörk vatnsverndarsvæðisins við Akrafjall og landnýtingu næst íbúðabyggð á Akranesi.

Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs er falið að senda Orkuveitu Reykjavíkur drög að aðalskipulagi Innri Akraneshrepps og óska eftir afstöðu þeirra til breytinga á vatnsverndarsvæði við Akrafjall.

Einnig er sviðsstjóra falið að vinna minnisblað um hugsanleg áhrif fyrirhugaðs þéttbýlis í landi Kross og Fögrubrekku á skipulag og innviði Akraness. 

Afgreiðslu frestað til 24. nóvember.

  

3.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040063

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Bréf íbúa við Dalbraut dags. 7. nóv. 2004 þar sem þeir ítreka mótmæli við deiliskipulag Miðbæjarreits.

Lagt fram. Mótmælin verða tekin til efnislegrar meðferðar þegar auglýstur athugasemdafrestur er liðinn en hann rennur út þ. 24. nóv. n.k.

 

4.

Flatahverfi - klasi 5 - 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og athugasemdafrestur rann út þ. 10. nóv. s.l.

Engar athugasemdir bárust.

Málið verður tekið aftur á dagskrá og afgreitt þegar aðalskipulagsbreyting vegna landnotkunar á svæði með Þjóðbraut hefur tekið gildi en það mál er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun.

 

5.

Flatahverfi - klasi 1- 2, Bakkaflöt 1-9 og Dalsflöt 2-10, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040091

 

690102-2930 Sigurjón Skúlason ehf, Ásabraut 11, 300 Akranesi

110574-5689 Runólfur Bjarnason, Suðurgata 25, 300 Akranesi

Bréf Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðing dags. 10. nóvember 2004 þar sem hann fyrir hönd R.B. húsa ehf og Sigurjóns Skúlasonar ehf óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

1. Byggingarreitur er breikkaður úr 9,0 m í 11,0 m.

2. Þakform má vera einhalla eða flatt.

3. Bílastæði á lóðinni nr. 9 við Bakkaflöt er fært að vesturmörkum lóðar.

4. Efni í veggjum á lóðamörkum skal vera timbur eða steinsteypa.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðnar breytingar á deiliskipulaginu og leggur til að breytingarnar verði grenndarkynntar skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Grenndarkynning nái til eftirtalinna lóðarhafa: Brekkuflöt 1 og 2, Dalsflöt 1,9 og 11 og Garðagrund 1

  

6.

Akratorgsreitur - Hvítanesreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála dags.  15. nóvember 2004 lagt fram.

Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að svara erindi úrskurðarnefndar skipulags- byggingarmála í samráði við lögmann Akraneskaupstaðar og leggja fyrir nefndina.

  

7.

Akratorgsreitur - Sunnubraut 2, nýting lóðar

 

Mál nr. SU040092

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Umfjöllun um nýtingu lóðarinnar vegna fyrirliggjandi umsókna.

Í ljósi þess að verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á svæðinu og að í undirbúningi er samkeppni um skipulag Akratorgs leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að lóðinni Sunnubraut 2 verði ekki úthlutað að sinni.

 

8.

Svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar, samvinnunefnd um svæðisskipulag

 

Mál nr. SU040093

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar sem haldinn var að Hlöðum mánudaginn 15. nóvember lögð fram.

Lárus og Eydís kynntu helstu atriði sem rædd voru á fyrsta fundi samvinnunefndar um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar þann 15. nóvember 2004.

Nefndinni er ætlað að endurskoða svæðisskipulagið og er áætlað að þeirri vinnu ljúki í árslok 2005. Næsti fundur er 13. desember kl. 16.00 að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00