Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
80. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , miðvikudaginn 24. nóvember 2004 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Edda Agnarsdóttir Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Hrafnkell Proppé umhverfisfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna |
|
Mál nr. SU030074 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mæta á fund nefndarinnar.
Árni og Hrund fóru í gegnum skipulagsvinnuna með því að varpa ýmsum hugmyndum upp á tjald og útskýra þær. Sköpuðust við það góðar umræður og skoðanaskipti.
Ákveðið var að næsti fundur um aðalskipulagið yrði 15. des. n..k.
2. |
Innri Akraneshreppur, aðalskipulag - umsögn |
|
Mál nr. SU040090 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 5. nóvember þar sem óskað er umsagnar á erindi er varðar vinnu við aðalskipulag Innri Akraneshrepps, sérstaklega hvað varðar mörk vatnsverndarsvæðisins við Akrafjall og landnýtingu næst íbúðabyggð á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisnefnd vill gera eftirfarandi athugasemdir við drög að aðalskipulagi Innri-Akraneshrepps:
Það er álit skipulags- og umhverfisnefndar að stækkun þéttbýlis á svæðinu þurfi að vera skipulögð í beinu samhengi við núverandi þéttbýli á Akranesi. Mikilvægt er að tryggja gott samráð og samhengi í skipulagsvinnu beggja sveitarfélaganna. Einnig þarf að tryggja að breytingar á aðalskipulagi séu í samræmi við gildandi svæðisskipulag sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar.
Nauðsynlegt er að gera grein fyrir því við skipulag nýrrar byggðar hvernig íbúum verði tryggður greiður aðgangur að opinberri þjónustu og einnig þarf að kanna og gera ráð fyrir áhrifum þess á gatnakerfi Akraneskaupstaðar. Að lokum er mjög mikilvægt að tryggja vatnsvernd vegna vatnsbóls Akurnesinga í Akrafjalli. Fyrirhuguð frístundabyggð svo nálægt vatnsbólum eins og fram kemur í drögum að aðalskipulagi Innri- Akraneshrepps er varhugaverð og hefur verið óskað umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna þessa.
Framangreindar athugasemdir eru ekki tæmandi og óskar skipulags- og umhverfisnefnd eftir frekara samstarfi og samráði vegna skipulags svæðisins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.