Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
81. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 6. desember 2004 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Þráinn Elías Gíslason Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Akratorgsreitur - Hvítanesreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU030044 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tryggvi Bjarnason hdl. kom á fundinn og kynnti greinargerð sína fyrir nefndinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir greinargerð Tryggva að sinni og samþykkir að hún verði send úrskurðarnefnd skipulags-og byggingarmála.
2. |
Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni |
|
Mál nr. SU040082 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Dýrfinna Torfadóttir formaður dómnefndar um samkeppni deiliskipulags á Akratorgsreit mætir á fund skipulags- og umhverfisnefndar til að ræða um vinnu dómnefndarinnar.
Kynntar voru samkeppnisreglur Arkitektafélags Íslands. Lagt er til að fundir dómnefndarinnar verði haldnir að Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að dómnefndin hefji störf strax og samningur við Arkitektafélag Íslands um samkeppnina hefur verið undirritaður.
3. |
Klasi 1 - 2, Eyrarflöt 4, nýtt hús |
|
Mál nr. BN040003 |
670184-0489 Verkvík ehf, Þykkvabæ 13, 110 Reykjavík
Erindi frá Almennu verkfræðistofunnar hf. f.h. lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu þar sem farið er fram á fjölgun íbúða úr 6 í 8 og breikkun á byggingarreit um 1.60 m þannig að hann verður 13,6 m. Bifreiðastæði verða 16 þar af eitt fyrir fatlaða.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðnar breytingar á deiliskipulaginu og leggur til að breytingarnar verði grenndarkynntar skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Grenndarkynningin nái til eftirtalinna lóðarhafa: Dalsflöt 7 og 11 og Eyrarflatar 2 og 6. Umsækjandi ber kostnað af breytingunni.
4. |
Höfðasel 2, Stækkun lóðar |
|
Mál nr. SU040094 |
701267-0449 Þorgeir og Helgi hf, Höfðaseli 4, 300 Akranesi
Beiðni Þorgeirs og Helga hf. um stækkun á lóð nr. 2 við Höfðasel. Stækkunin yrði 57 m til vesturs skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Nefndin tekur jákvætt í beiðni Þorgeirs og Helga hf. um stækkun lóðarinnar en tekur fram að erindið kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi og að umsækjandi skal leggja fram nauðsynlega uppdrætti. Breytingarnar eru á kostnað umsækjanda.
5. |
Vesturgata 14, skilgreining á byggingareit |
|
Mál nr. SU040095 |
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi
Erindi Runólfs Sigurðssonar f.h. Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar dags. 30. nóvember þar sem beðið er um samþykki við skilgreiningu á byggingarreit og nýtingarhlutfalli á lóð nr. 14 við Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en telur nauðsynlegt að skilgreina nánar hvar heimilt verði að reisa þjónustubyggingu upp á tvær hæðir innan byggingarreitsins.
Þráinn Gíslason vék af fundi á meðan á afgreiðslu stóð.
6. |
Klasi 3 - 4, Tindaflöt 2-8, deiliskipulagsreyting |
|
Mál nr. SU040086 |
560692-2779 Dalshöfði ehf. byggingarfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Erindi Jóns Pálssonar verkefnisstjóra dags. 30.11.2004 f.h. Dalshöfða ehf. um breytingu á skipulagi lóðarinnar Tindaflöt 2-8 skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðnar breytingar á deiliskipulaginu miðað við fjölgun íbúða úr 35 í 37 og leggur til að breytingarnar verði grenndarkynntar skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Grenndarkynningin nái til eftirtalinna lóðarhafa: Steinsstaðaflöt 2, 3, 10, 25-27 og Tindaflöt 1, 3, 5, 12 , 14 og 16.
Umsækjandi ber kostnað af breytingunni.
7. |
Klasi 9 - Smáraflöt 3 og 5, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040097 |
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf, Keflavíkurflugvelli, 235 Keflavíkurflugvöllur
Bréf Runólfs Þ. Sigurðssonar f.h. Íslenskra aðalverktaka dags. 02.12.2004 þar sem farið er fram á deiliskipulagsbreytingu á lóðum nr. 3 og 5 við Smáraflöt skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðnar breytingar á deiliskipulaginu og leggur til að breytingarnar verði grenndarkynntar skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Grenndarkynningin nái til eftirtalinna lóðarhafa: Smáraflöt 11, 12, 14, 16, 18 og 20. Umsækjandi ber kostnað af breytingunni.
8. |
Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040063 |
440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi
Bæjarráð hefur vísað erindi frá Skagatorgi ehf til umfjöllunar nefndarinnar þar sem fyrirtækið óskar eftir að breytingar verði gerðar á gildandi deiliskipulagi Miðbæjarreits. Ástæður breytinganna eru óvæntar grundunaraðstæður sem gera það illframkvæmanlegt að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir skv. núgildandi skipulagi.
Tillaga Skagatorgs ehf gerir ráð fyrir að verslunarmiðstöð verði færð nær Dalbraut og að bæði fjölbýlishúsin verði í vesturhorni byggingarsvæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að láta gera nýja athugun á umferðarsköpun, athugun á skuggavarpi og að óska eftir því við Skagatorg ehf að lagðar verði fram þrívíddarmyndir skv. nýju tillögunni. Þessi gögn verði lögð fyrir nefndina áður en afstaða er tekinn til tillögunnar.
Skipulags-og umhverfisnefnd lítur svo á að með þessu erindi hafi Skagatorg ehf. dregið til baka ósk sína um breytingu á deiliskipulagi við Stillholt 21 sem nú er í vinnslu og þeirri málsmeðferð verði hætt.
9. |
Akratorg - Hvítanesreitur, Kirkjubraut 12-18 |
|
Mál nr. SU040098 |
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Erindi Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. þar sem farið er fram á lokun Kirkjubrautar frá Akurgerði að Merkigerði.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að Kirkjubraut verði gerð að einstefnugötu meðan á uppgreftri og fyllingu í grunn Kirkjubrautar 12-18 stendur.
Gerð er krafa á verktakann um reglulega hreinsun á götunni og að takmarka áhrif framkvæmdarinnar sem mest, ekki síst þar sem jólaverslun stendur yfir á svæðinu.
10. |
Tillaga um skipulag næsta klasa, |
|
Mál nr. SU040099 |
Rætt um mikla eftirspurn eftir lóðum fyrir einbýli, raðhús og parhús á Akranesi.
Nefndin telur nauðsynlegt að skipuleggja sem fyrst nýjan klasa sem einkennist aðallega af sérbýli.
Formanni og sviðsstjóra falið að ræða málið við bæjarráð.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45