Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

82. fundur 15. desember 2004 kl. 16:00 - 18:30

82. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , miðvikudaginn 15. desember 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:         

Magnús Guðmundsson, formaður

Lárus Ársælsson

Ingibjörg Haraldsdóttir

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mættir

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Hrafnkell Á Proppé umhverfisfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 


 

1.

Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna

 

Mál nr. SU030074

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Árni Ólafsson arkitekt  mætir á fund nefndarinnar.

Árni fór yfir framvindu verkefnisins frá síðasta fundi.

Ákveðið var að hann sendi nefndinni ágrip og kort til kynningar fyrir bæjarfulltrúa í janúar. Næsti fundur um aðalskipulagið var ákveðinn 9. febrúar 2005 og kynningarfundur um aðalskipulagið 23. febrúar.

 

2.

Árið 2005 - Fundardagar, fundaáætlun

 

Mál nr. SU040100

 

Sviðsstjóri lagði fram tillögu um fundardaga á árinu 2005.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna.

  

3.

Staðardagskrá 21 á Norðurheimsskautssvæðinu, skýrsla lögð fram

 

Mál nr. SU040101

 

Bæjarráð vísar  til skipulags- og umhverfisnefndar.

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3.12.2004, varðandi Staðardagskrá 21 á Norðurheimskautssvæðinu.

Lagt fram.

  

4.

Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030054

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga Guðlaugar Ernu Jónsdóttur var auglýst skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði send bæjarstjórn til samþykktar.

 

5.

Flatahverfi - klasi 5 - 6, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030022

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vísað er í fundargerð nr. 79, dagskr.lið 4.

Aðalskipulagsbreyting vegna landnotkunar á svæðinu hefur nú tekið gildi og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að deiliskipulagstillagan verði send bæjarstjórn til samþykktar.

  

6.

Garðalundur, deiliskipulag

 

Mál nr. SU030032

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga Magnúsar H. Ólafssynar arkitekts var auglýst skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Svohljóðandi  athugasemd barst frá Guðrúnu Ellertsdóttur og Guðjóni Guðmundssyni, Furugrund 26 og Friðnýju Ármann og Bjarna Aðalsteinssyni, Bjarkargrund 26.

"Við undirritaðir íbúar á Akranesi viljum mótmæla breytingum á deiliskipulagi Garðalundar á Akranesi. Við viljum að svæðið verði alfarið nýtt undir skógrækt og göngustíga, en ekki fyrir tjöld og hjólhýsasvæði, svæði fyrir smáhýsi til útleigu ásamt þjónustuhúsum og bílastæðum."

Fyrirliggjandi tillaga gerir ekki ráð fyrir að núverandi skógræktar- og útivistarsvæði verði fyrir skerðingu vegna þeirrar viðbótarstarfsemi sem gert er  ráð fyrir á svæðinu heldur þvert á móti er það stækkað um 40 % frá því sem nú er og verður skv. tillögunni um 6,9 ha. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að með þeirri nýtingu sem tillagan gerir ráð fyrir aukist gildi svæðisins í heild og telur að engin vandkvæði þurfi að hljótist af fjölþættari starfsemi en áður var.

 

Nefndin getur því ekki fallist á framlagðar röksemdir og mótmæli.

 

Skipulags-  og umhverfisnefnd samþykkir að senda bæjarstjórn deiliskipulagstillöguna til samþykktar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00