Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
83. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , miðvikudaginn 5. janúar 2005 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Vesturgata 14, skilgreining á byggingareit |
|
Mál nr. SU040095 |
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi
Uppdráttur Runólfs Sigurðssonar f.h. Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar dags.02.12.2004 þar sem gerð er grein fyrir 2. hæð byggingarinnar
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemdir við málsetningu á byggingareit og að gerð sé grein fyrir bílastæðum. Óskar nefndin eftir að þetta sé lagfært og lagt aftur fyrir nefndina.
2. |
Vesturgata 65, bílgeymsla |
(000.732.07) |
Mál nr. BN040097 |
080962-5179 Ingimundur Sigfússon, Vesturgata 65, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1292. fundi dags. 14. des. 2004.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. Ingimundar Sigfússonar um heimild til þess að reisa bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.
Stærðir : 72,0 m2 - 243,6 m3
Grenndarkynningu skv. 43 gr. er lokið án athugasemda.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og vísar erindinu til bæjarstjórnar og byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
3. |
Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040063 |
440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi
Gerð verður grein fyrir stöðu málsins.
Nýr uppdráttur lagður fram ásamt þrívíddarmyndum. Sviðsstjóra falið að fylgja eftir umræðum á fundinum. Óskað er eftir leiðréttum uppdrætti.
Afgreiðslu frestað.
4. |
Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni |
|
Mál nr. SU040088 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að ganga frá eins fljótt og kostur er, nauðsynlegu deiliskipulagi vegna byggingar fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökkum.
Sviðsstjóra falið að undirbúa málið og leggja fram áætlun á næsta fundi.
5. |
Tillaga um skipulag næsta klasa, |
|
Mál nr. SU040099 |
"Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja þegar vinnu við að skipuleggja nýjan klasa í svonefndu Skógarhverfi sem liggur upp með Þjóðbraut norðan við klasa 5-6 í Flatahverfi. Lögð verði áhersla á sérbýlishús á þessu svæði þ.e. einbýlishús, raðhús og parhús. Einnig er lögð áhersla á að það svæði sem tekið verður til skipulags verði það stórt að hægt sé að taka það til byggingar t.d. í þremur áföngum þó að heildarskipulag svæðisins liggi fyrir. Markmið þessa er að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis á Akranesi og einnig að reyna að tryggja aukið framboð lóða, enda er fyrirsjáanleg fjölgun íbúa á Akranesi í kjölfar uppbyggingar á Grundartangasvæðinu."
Sviðsstjóra falið að koma með tillögu um hönnuði sem fyrst.
6. |
Verkefnalisti fyrir árið 2005, framlög til skipulagsmála á árinu 2005 |
|
Mál nr. SU050001 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarstjórnar þar sem kynnt eru framlög til skipulagsmála á árinu 2005.
Lagt fram og staða mála rædd. Sviðsstjóra falið að leggja fram verkáætlanir vegna skipulagsverkefna 2005.
7. |
Innri Akraneshreppur, aðalskipulag - umsögn |
|
Mál nr. SU040090 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Athugasemdir Orkuveitu Reykjavíkur um aðalskipulag Innri Akraneshrepps lagðar fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50.