Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

84. fundur 17. janúar 2005 kl. 16:00 - 18:15

84. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 17. janúar 2005 kl. 16:00.



Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

  

1.

Klasi 5 og 6 - Hagaflöt 7 og Holtsflöt 9, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050002

 

500602-3170 Stafna á milli ehf, Maríubaug 5, 113

Erindi Stafna á milli ehf. dags. 10. janúar 2005 þar sem farið er fram á deiliskipulagsbreytingar á lóðunum Hagaflöt 7 og Holtsflöt 9.

Breytingarnar felast m.a. í að óskað er eftir að fá að byggja 20 íbúða hús í stað 16 við Hagaflöt 7 til að það verði samræmi í húsunum við Hagaflöt 7 og Holtsflöt 9 sem þessir aðilar byggja.

Bílastæðum verði fjölgað í 31 fyrir Hagaflöt 7. Aðkoma að Holtsflöt 9 verði frá Hagaflöt og fengi heitið Hagaflöt 12 og yrði þá sama aðkoma að þeim húsum sem þessi verktaki byggir. Lóðamörkum Holtsflatar 9 verði breytt og yrðu þau ekki nema að götunni (Holtsflöt). Í erindinu er skírskotað til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga vegna mismunar á hvar götur lendi inná lóðum og hvar ekki.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að fara yfir málið og leggja fram tillögu fyrir næsta fund.

  

2.

Brautir  - Vallarbraut, deiliskipulag, lóðir undir raðhús

 

Mál nr. SU040057

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Deiliskipulag við Vallarsel var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu á sama svæði í Lögbirtingablaðinu 13. 10.2004, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

  

3.

Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040063

 

440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi

Fyrir fundinum liggur fyrir minnisblöð frá Línuhönnun um umferðakönnun og skuggavarp frá Ísgraf ehf og nýr uppdráttur dags. 17.01.2005 af deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd  fjallaði um nýjan uppdrátt, minnisblað um umferðasköpun og skuggavarp. Taldi nefndin að lausn vegna bílastæðahúss við fjölbýlishús sé ófullnægjandi. Nefndin felur sviðsstjóra að koma athugasemdum og sjónarmiðum nefndarinnar til skila.

 

4.

Tillaga um skipulag Skógarhverfis,

 

Mál nr. SU040099

 

Sviðsstjóri gerði grein fyrir undirbúningi vegna deiliskipulags nýs byggingasvæðis sbr. samþ. bæjarstjórnar og viðræðum við Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. um málið.

Sviðsstjóri kynnti málið, kostnaðar- og tímaáætlun lögð fyrir á næsta fundi.

  

5.

Verkefnalisti fyrir árið 2005, framlög til skipulagsmála á árinu 2005

 

Mál nr. SU050001

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri kynnti fyrstu tillögu að verkáætlun vegna skipulagsverkefna fyrir árið 2005.

Umræður um áætlunina.

  

6.

Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040088

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýr uppdráttur frá Teiknistofunni Arkís að deiliskipulagsbreytingu á Jaðarsbakkasvæði lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst  skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

  

7.

Klasi 3 - 4, Tindaflöt 2-8, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040086

 

560692-2779 Dalshöfði ehf,byggingarfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Skipulagsbreytingin var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði send bæjarstjórn til samþykktar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00