Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

92. fundur 14. mars 2005 kl. 16:00 - 19:30

92. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 14. mars 2005 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Lóð milli Faxabrautar og Jaðarsbrautar, umsókn

 

Mál nr. SU050010

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Umsækjendur koma á fund nefndarinnar til viðræðna.

Jón Haukur Hauksson, Soffía Magnúsdóttir og Páll Björgvinsson arkitekt kynntu hugmyndir sínar um uppbyggingu á lóð milli Faxabrautar og Jaðarsbrautar.

Tillögurnar ganga út á uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk, en hlutfallslega mun fjölga mest í þeim hópi fólks á Akranesi á næstu 15-20 árum.

Um er að ræða athyglisverðar hugmyndir sem vert er að skoða nánar, en huga þarf að sambýli við sementsverksmiðjuna foki úr sandþró.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að umsækjendur kynni hugmyndir sínar fyrir bæjarstjórn. 

 

2.

Vogar 7-16, endurskipulagning

 

Mál nr. SU050007

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Magnús H. Ólafsson arkitekt mætir á fundinn til viðræðna vegna bréfs bæjarráðs dags. 11. febrúar 2005 þar er skipulags- og umhverfisnefnd er falið að endurskipuleggja lóðir 7-16 í Vogahverfi í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.

Magnúsi H. Ólafssyni falið að vinna greinargerð fyrir nefndina um mögulega breytingu á skipulagi Vogahverfis. Greinargerð verði lögð fyrir næsta fund þann 4. apríl 2005. 

 

3.

Hólmaflöt 6 - klasi 5-6 - Flatahverfi, breyting á byggingarreit

 

Mál nr. SU050011

 

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, dags. 1. mars 2005  f.h. Mjölnis ehf. kt. 461076-0259 um að mega stækka byggingarreit lóðarinnar nr. 6 við Hólmaflöt um 2 metra til austurs skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á að stækka byggingarreit um 2 metra til austurs. Umsækjandi leggi fyrir nefndina uppdrátt með breytingunum. 

 

4.

Æðaroddi 25 - Æðaroddi, stækkun á húsi

 

Mál nr. SU040043

 

050755-7549 Margaret J Clothier, Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi

310858-4399 Gísli Runólfsson, Jörundarholt 208, 300 Akranesi

171057-4429 Sæmundur Víglundsson, Ásabraut 17, 300 Akranesi

Umsókn Sæmundar Víglunssonar  dags. 7. 3. 2005 f.h. eigenda hússins nr. 25 við Æðarodda þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi samkv. meðfylgjandi teikningu. Breytingin felst í að stækka núverandi byggingareit um 9 metra í norður og breiddin á honum verði 9 metrar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að farið verði með málið samkvæmt 2. málsgrein 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Grenndarkynning fari fram fyrir lóðarhöfum í Æðarodda nr. 21,23,27og 29.

 

  

5.

Jaðarsbakkar, undirskriftalistar - bifreiðastæði fyrir stóra bíla

 

Mál nr. SU040064

 

110454-7599 Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir, Garðabraut 22, 300 Akranesi

Tillögur sviðsstjóra á bifreiðastæðum fyrir stóra vörubíla og vinnutæki.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir tillögu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um að afmarka svæði fyrir vinnuvélar og vörubifreiðar.

Nefndin leggur til að hluti lóðarinnar  Kalmansvellir 5 verði notuð í þessum tilgangi.

  

6.

Vesturgata 52 - Akratorgsreitur, Deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040078

 

291250-3279 Hervar Gunnarsson, Vesturgata 47, 300 Akranesi

Deiliskipulagsuppdráttur frá Runólfi Sigurðssyni tæknifræðingi lagður fram til kynningar á fyrirhuguðum breytingum.

Málinu frestað.

  

7.

Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040088

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ný tillaga frá ARKÍS lögð fram.

Umræður um tillöguna. Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri.

Nefndin óskar eftir að ráðgjafi komi á næsta fund nefndarinnar.

 

8.

Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040087

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ný tillaga um skipulag á Sólmundarhöfða lögð fram.

Umræður um tillöguna. Nefndin óskar eftir að skipulagshöfundar geri breytta tillögu sem sýni ferningslaga byggingareit fyrir 4. hæða fjölbýlishús við suðurenda Dvalarheimilis Höfða.

 

9.

Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, breytingar

 

Mál nr. SU050003

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi klasa 7-8 verður lögð fram 4. apríl en tillaga um deiliskipulag í Skógarhverfi verður lögð fram 18. apríl

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00