Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
93. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 4. apríl 2005 kl. 16:00.
Mætt á fundi: Magnús Guðmundsson formaður
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni og umhverfissviðs og
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð
1. Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni Mál nr. SU040088
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Elín Gunnlaugsdóttir arkitekt frá Arkís mætir á fund nefndarinnar með nýja tillögu.
Tillaga að nýju deiliskipulagi kynnt og rædd. Nokkrar athugasemdir komu fram. Stefnt að afgreiðslu deiliskipulagsins á næsta fundi.
Athugasemdarfrestur vegna fyrri áfanga deiliskipulagsbreytinga þ.e. vegna byggingarreits "Akraneshallar" er liðinn og engar athugasemdir bárust.
Varðandi byggingarreit fyrir ?Akraneshöll?, fjölnota íþróttahús, þá er lagt til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.
2. Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050003
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Hjördís og Dennis mæta á fundinn með nýja tillögu að deiliskipulagi klasa 7 - 8.
Hönnuðir lögðu fram hugmyndir sínar að breytingum á deiliskipulagi í klasa 7-8 í Flatahverfi.
Nefndin í meginatriðum sammála hugmyndinni sem gerir ráð fyrir 12 einbýlishúsum, 8 íbúðum í 4 parhúsum og 7 íbúðum í 2 raðhúsum.
Nefndin óskar eftir því að deiliskipulagstillagan verði lögð fyrir næsta fund og málinu flýtt sem kostur er.
3. Vogar 7-16, endurskipulagning Mál nr. SU050007
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Greinargerð frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt um Vogahverfi lögð fram.
Afgreiðslu frestað.
4. Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni Mál nr. SU040087
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ný tillaga um skipulag á Sólmundarhöfða lögð fram.
Nefndin er í meginatriðum sammála nýrri tillögu (nr. 5). Sviðsstjóra falið að ræða við hönnuði um lokafrágang deiliskipulagstillögu fyrir næsta fund.
Óskað eftir að hönnuðir mæti á næsta fund.
5. Akurgerði 13, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050013
060264-2289 Ingimundur Óskarsson, Bakkakot 1, 311 Borgarnes
Bréf Ingimundar Óskarssonar dags. 10. mars 2005 þar sem hann óskar eftir áliti nefndarinnar á að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Akurgerði þannig að hann fái að byggja nýtt hús á lóðinni sem verði með stærri grunnfleti en gamla húsið sem stendur á lóðinni núna.
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir bréfritara. Sviðsstjóra falið að skoða málið út frá gildandi skipulagsskilmálum og lóðamörkum.
6. Holts-, Haga- og Hólmaflöt, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050014
430572-0169 Hönnun ehf., Garðabraut 2a, 300 Akranesi
Erindi Hönnunar f.h. lóðahafa og Akraneskaupstaðar um að breyta byggingareitum á lóðum við Holtsflöt 2, Hagaflöt 1,2,3,4,5,6,7,8,9 og 10 og Hólmaflöt 1,2,3,4,5,6,8 og 10 og fleiri staði.
Málinu frestað.
7. Hagaflöt 2-10, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050015
600601-2960 Handverksmenn ehf, Hofsvallagötu 20, 101 Reykjavík
Erindi Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings f.h. Handverksmanna ehf. um að breyta bundinni byggingarlínu á lóðunum nr. 2,4,6,8 og 10 við Hagaflöt.
Málinu frestað.
8. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU040063
440403-3010 Skagatorg ehf, Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Athugasemdarfrestur við deiliskipulagsbreytingu á Miðbæjarreit rann út 1. apríl.
Athugasemdir bárust frá íbúum við Dalbraut 17, 19 og 21og Arnarfelli.
Greinargerð sviðsstjóra vegna athugasemda lögð fram, málinu frestað.
9. Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni Mál nr. SU040082
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Dýrfinna Torfadóttir formaður dómnefndar um samkeppni deiliskipulags á Akratorgsreit mætir á fund skipulags- og umhverfisnefndar.
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram og kynnti drög að keppnislýsingu sem hann hefur samið.
Tillögur gerðar um smávægilegar breytingar á samkeppnissvæðinu.
Dýrfinna mun boða til fundar í dómnefnd í samkeppni um deiliskipulag þann 13. apríl n.k.
10. Hagaflöt 7 - Klasi 5-6, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050002
500602-3170 Stafna á milli ehf, Maríubaug 5, 113
Athugasemdarfrestur v. grenndarkynningar á deiliskipulagsbreytingu v. Hagaflatar 7 er útrunninn og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
11. Vesturgata 14, skilgreining á byggingareit Mál nr. SU040095
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi
Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningar á deiliskipulagsbreytingu á byggingareit Vesturgötu 14 er útrunninn og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50