Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
94. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 16:00.
Mætt á fundi: Magnús Guðmundsson formaður
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð
1. Staðardagskrá 21, Landsráðstefna í Kópavogi Mál nr. SU050016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 18. mars 2005 þar sem erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsráðstefnu sem haldinn verður í Kópavogi, föstudaginn 29. apríl 2005 kl. 09.00.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Edda Agnarsdóttir og Magnús Guðmundsson sæki ráðstefnuna.
2. Svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar, samvinnunefnd um svæðisskipulag Mál nr. SU040093
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar sem haldinn var að Hlöðum mánudaginn 21. febrúar 2005 lögð fram ásamt tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi sunnan Skarðsheiðar sem felst í niðurfellingu skipulagsins.
Lagt fram.
3. Holts-, Haga- og Hólmaflöt, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050014
430572-0169 Hönnun hf, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík
Erindi Hönnunar sem voru sameinuð erindi f.h. lóðahafa við Holtsflöt 2, Hagaflöt 1,2,3,4,5,6,8 og 10 og Hólmaflöt 1,2,3,4,5,6,7,8 og 10 um að breyta byggingarreitum viðkomandi lóða og fleiri breytingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðna breytingu og leggur til að breytingin verði auglýst skv. 1.mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU040063
440403-3010 Skagatorg ehf, Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Athugasemdarfrestur við deiliskipulagsbreytingu á Miðbæjarreit rann út 1. apríl.
Athugasemdir bárust frá íbúum við Dalbraut 17, 19 og 21og Arnarfelli.
Greinargerð sviðsstjóra var lögð fram á síðasta fundi nefndarinnar.
Í niðurstöðuorðum hennar segir svo:
?Tillagan sem nú er til umfjöllunar gerir ekki ráð fyrir samtengingu byggingarreita fyrir væntanlega verslunarmiðstöð og verslunarhús Skagavers sf. Með tilliti til andmæla sem fram koma undir lið c) hér að framan er lagt til að byggingarreitir verði samtengdir með sama hætti og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Að öðru leiti verður ekki séð að efnisleg rök séu fyrir því að taka þau mótmæli sem fram hafa komið til greina.?
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar er sammála því sem fram kemur í greinargerðinni og gerir niðurstöðu hennar að sinni.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem að framan getur.
Lárus og Eydís leggja fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð taka undir mótmæli við skipulaginu, sérstaklega því sem snýr að þrengslum að starfsemi sem fyrir er á svæðinu, hæð bygginga og að ekki sé gert ráð fyrir neinu torgi né útivistarsvæði á reitnum. Því ítrekum við fyrri afstöðu og leggjumst gegn samþykkt skipulagsins.
5. Vogar 7-16, endurskipulagning Mál nr. SU050007
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Greinargerð frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt um Vogahverfi lögð fram.
Greinargerð frá Magnúsi H. Ólafssyni, arkitekt um Vogahverfi var lögð fram á síðasta fundi til kynningar.
Nefndin er þeirrar skoðunar að heppilegast sé að leggja allt svæðið undir þessa landnýtingu eða hverfa alfarið frá hugmyndinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að allt svæðið verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að nýting svæðisins verði bætt í anda þess sem fram kemur í greinargerð MHÓl. Jafnframt verði unnin ýtarlegt kostnaðarmat á nauðsynlegum framkvæmdum til að gera svæðið byggingarhæft áður en teknar verði frekari ákvarðanir um lóðaúthlutun.
6. Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna Mál nr. SU030074
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson arkitekt mætir á fund nefndarinnar.
Farið var yfir athugasemdir sem borist hafa vegna draga að aðalskipulagi og afstaða tekin til þeirra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45