Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
95. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 17:00.
Mætti á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Lárus Ársælsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfisnefnd Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Mótun fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar, Stýrihópur um gerð fjölskyldustefnu, óskar eftir samstarfi við nefndina. |
|
Mál nr. SU040050 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drög að fjölskyldustefnu og setti á blað minnispunkta með athugasemdum sem sendir verða stýrihópi um fjölskyldustefnu.
2. |
Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni |
|
Mál nr. SU040088 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf tómstunda- og forvarnanefndar dags. 30. mars 2005 þar sem óskað er eftir kynningarfundi fyrir nefndina um tillögu að deiliskipulagi Jaðarsbakka áður en hún verður samþykkt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að boða tómstunda og forvarnarnefnd á næsta fund nefndarinnar sem verður 18.apríl 2005.
3. |
Vesturgata 52 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040078 |
291250-3279 Hervar Gunnarsson, Sogavegur 224, 108 Reykjavík
Deiliskipulagsuppdráttur frá Runólfi Sigurðssyni lagður fram, áður frestuðu erindi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir íbúum við Vesturgötu 48, 51, 53 og Skólabraut 2 og 4.
4. |
Hvítanesreitur - hluti Akratorgsreits, aðalskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050009 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Athugasemdafrestur vegna breytingar á aðalskipulagi Hvítanesreits þar sem loka á Akurgerði milli Kirkjubrautar og Sunnubrautar er liðinn og ein athugasemd barst frá Hildi Jónsdóttur og Valmundi Eggertssyni.
Sviðsstjóri leggur fram greinargerð vegna mótmælanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir eftirfarandi niðurstöðu sviðsstjóra að sinni:
?Umrædd breyting snýr fyrst og fremst að óverulegri breytingu á gatnakerfi kaupstaðarins. Ekki er hægt að fallast á þá röksemd sem fram er sett enda ekki fjallað um landnýtingu og nýtingarhlutfall svæðisins í aðalskipulagi.?
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki afgreiðslu nefndarinnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30