Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

96. fundur 18. apríl 2005 kl. 16:00 - 19:30

96. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 18. apríl 2005 kl. 16:00.


Mætt á fundi:           

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Guðni Runólfur Tryggvason

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040087

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Guðmundur Gunnarsson arkitekt frá Arkitektur.is leggur fram nýja tillögu að  skipulagi á Sólmundarhöfða.

Guðmundur kynnti nýja tillögu og skilmála og nefndarmenn gerðu nokkrar athugasemdir og mun hann breyta tillögunum skv. þeim.

 

 

2.

Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050003

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Hjördís og Dennis mættu á fundinn með nýja tillögu að deiliskipulagi klasa 7 - 8.

Hjördís og Dennis munu senda tillögu til lokaumræðu fyrir næsta fund.

  

3.

Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040088

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tómstunda- og forvarnanefnd mætir á fundinn.

Sviðsstjóri kynnti deiliskipulagstillögu Arkís.

 

4.

Skógarhverfi, hönnun á nýju hverfi

 

Mál nr. SU050012

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Árni Ólafsson arkitekt mætti á fundinn með drög að nýju rammaskipulagi Skógarhverfis og 1. áfanga deiliskipulags.

Árni kynnti frumtillögu að nýju rammaskipulagi og hugmynd að 1. áfanga deiliskipulags. Ýmsar athugasemdir komu fram og mun Árni halda áfram með vinnuna í samræmi við umræður á fundinum.

 

5.

Suðurgata 107 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050017

 

470302-2080 Byggingafélagið Traust ehf, Súluhöfða 27, 270 Mosfellsbær

Erindi Runólfs Sigurðssonar dags. 13.4.2005  f.h. Byggingarfélagsins Trausts ehf. þar sem farið er fram á m.a. að byggingarreitur verði lengdur úr 12 m í 17 m og að svalir þakkantur og útitröppur nái út fyrir byggingareit. Íbúðum í húsinu verði fjölgað úr tveimur í þrjár þar af tvær undir 80 m2 og að heimilt verði að setja bílastæði við suðausturenda lóðar.

Afgreiðslu frestað.

  

6.

Uppgröftur vegna nýbygginga, ný svæði

 

Mál nr. SU050018

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 13. apríl 2005 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd í samráði við sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs er falið að koma með tillögur um það á hvern hátt megi losna við uppgröft vegna nýbygginga svo vel sé.

Sviðsstjóra falið að vinna frumtillögur að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

  

7.

Vegur við Skógrækt, lokun

 

Mál nr. SU050019

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 13. apríl 2005 þar sem því er beint til skipulags- og umhverfisnefndar að loka þurfi veginum sem liggur með Skógræktinni og tengist Akrafjallsvegi, vegi nr. 51.

Nefndin gerir ekki athugasemd við ákvörðun bæjarstjórnar og felur sviðsstjóra framkvæmd málsins.

  

8.

Húsnæði fyrir aldraða, framtíðarsýn

 

Mál nr. SU050020

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 13. apríl 2005 þar sem kynnt er samþykkt bæjarstjórnar á tillögu á "Húsnæði fyrir aldraða - framtíðarsýn.

Afgreiðslu frestað.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00