Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

97. fundur 25. apríl 2005 kl. 16:00 - 18:10

97. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 25. apríl 2005 kl. 16:00.


Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


 

 

1.

Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050003

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ný tillaga frá Arkitektum Hjördís og Dennis.

Tillagan samþykkt. Hönnuðum falið að leggja endanlegan uppdrátt og greinargerð fyrir næsta fund til endanlegrar afgreiðslu.

 

 

2.

Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni

 

Mál nr. SU040088

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Afgreiðsla skipulagstillögu.

Lokatillaga að nýju deiliskipulagi Jaðarsbakkasvæðisins rædd og samþykkt. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt   25.  gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.

 

3.

Húsnæði fyrir aldraða, framtíðarsýn

 

Mál nr. SU050020

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 13. apríl 2005 þar sem kynnt er samþykkt bæjarstjórnar á tillögu á "Húsnæði fyrir aldraða - framtíðarsýn.

Frestað á síðasta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs  að leita eftir samstarfi við fyrirtækið Arkitektur.is við gerð nýs deiliskipulags vegna svæðis fyrir íbúðir aldraðra sem afmarkast af Kirkjubraut, Háholti og Heiðarbraut. Einnig er sviðsstjóra falið að vinna kostnaðaráætlun vegna þessa verkefnis.

 

4.

Suðurgata 107 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050017

 

470302-2080 Byggingafélagið Traust ehf, Súluhöfða 27, 270 Mosfellsbær

Erindi Runólfs Sigurðssonar dags. 13.4.2005  f.h. Byggingarfélagsins Trausts ehf. þar sem farið er fram á m.a. að byggingarreitur verði lengdur úr 12 m í 17 m og að svalir þakkantur og útitröppur nái út fyrir byggingareit. Íbúðum í húsinu verði fjölgað úr 2 í 3 þar af tvær undir 80 m2 og að heimilt verði að setja bílastæði við suðausturenda lóðar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðnar breytingar og leggur til að þær verði grenndarkynntar skv.  2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Grenndarkynning nái til lóðahafa við Suðurgötu 103 og 109 og Sunnubraut 14,16,18 og 20.

 

5.

Skógræktarfélag Akraness, breytt aðkoma að Slögu, við Akrafjall

 

Mál nr. SU050021

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 15.apríl 2005 þar sem bæjarráð óskar eftir umsögn um breytta aðkomu fyrir Skógrækt Akraness að svæði félagsins, Slögu við Akrafjall. Einnig er óskað eftir því að félagið fái til umráða stykki neðan við brekku, meðfram afgirtu stykki, sem er merkt á teikningu og í staðinn verði hluta svæðis innan við Ósmerki skilað.

Skipulags- og umhverfisnefnd vekur athygli á að svæðið sem fjallað er um í umsókn Skógræktarfélags Akraness er utan sveitarfélagamarka Akraneskaupstaðar. Nefndin tekur hinsvegar jákvætt í beiðni félagsins enda er fyrirhugaður vegur fjær vatnsbólinu en nú er.

 

6.

Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni

 

Mál nr. SU040082

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri gerir grein fyrir umfjöllun á fyrsta fundi dómnefndar sem haldinn var 19. apríl s.l.

 

7.

Vallarbraut 2-14, fyrirspurn um breytta þakgerð

 

Mál nr. SU050022

 

660499-2299 Búmenn,húsnæðissamvinnufélag, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík

Spurst er fyrir um breytingu á þakgerð húsa ( nánari gögn verða lögð fram á fundi).

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00