Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

103. fundur 30. maí 2005 kl. 17:00 - 18:30

103. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 30. maí 2005 kl. 17:00.


Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Þráinn Gíslason

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 


 

1.

Skólabraut 2-4 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040033

 

200571-5849 Brynjar Sigurðsson, Skólabraut 4, 300 Akranesi

040773-3399 Aldís Aðalsteinsdóttir, Skólabraut 4, 300 Akranesi

541185-0389 HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

010169-3569 Guðni Hjalti Haraldsson, Skólabraut 2, 300 Akranesi

080475-2179 Marie Ann Butler, Skólabraut 2, 300 Akranesi

540291-2259 Landsbanki Íslands hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. eigenda að Skólabraut 2-4. Uppdráttur með breytingum lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppdrátt með skipulagsbreytingum sem er í samræmi við bókun nefndarinnar frá 2. apríl 2004.

Eftir deiliskipulagsbreytingu er stærð lóðarinnar Skólabraut 2-4 orðin 811.8 m2.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin sé grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Edda situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

 

2.

Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU030044

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram greinargerð sína sem unnin var í samráði við Guðjón Ólaf Jónsson hrl. vegna mótmæla við breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits sem auglýst var 11. mars 2005.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir greinargerð sviðsstjóra að sinni og telur í ljósi hennar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi á Akratorgsreit. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

  

3.

Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050008

 

090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Umsókn Runólfs Sigurðssonar dags. 24. febrúar 2005  f.h. Sveins Knútssonar um breytingar á lóð Garðagrundar 3. Nýr uppdráttur með breytingum lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi samkvæmt framlögðum uppdrætti með þeirri undantekningu að ekki er fallist á breytingu á hámarkshæð húss. Einnig skal tekið fram að upplýsingar á uppdrætti um fjölda bílastæða eru ekki réttar og einungis er hægt að koma fyrir 12-13 bílastæðum sem getur takmarkað stærð þess húss sem reisa skal á lóðinni.

Sviðsstjóra er falið að fylgja athugasemdum eftir.

Lagt er til að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynnt verði fyrir lóðahöfum Garðagrund 1, Eyrarflöt 6, Dalsflöt 11 og Tindaflöt 5.

 

4.

Smiðjuvellir,  endurskoðun deiliskipulags

 

Mál nr. SU050031

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Samþykkt bæjarráðs dags. 26.maí 2005 um að skipulags- og umhverfisnefnd endurskoði byggingaskilmála svæðisins við Smiðjuvelli með tilliti til nýtingar.

Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að leita eftir ráðgjafa til að vinna breytingar á skipulagi svæðisins við Smiðjuvelli.

  

5.

Suðurgata 107 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050017

 

470302-2080 Byggingafélagið Traust ehf, Súluhöfða 27, 270 Mosfellsbær

Erindi Runólfs Sigurðssonar dags. 13.4.2005  f.h. Byggingarfélagsins Trausts ehf. þar sem farið er fram á breytingu á deiliskipulagi. Breytingin var send í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00