Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

105. fundur 10. júní 2005 kl. 08:00 - 09:00

105. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , föstudaginn 10. júní 2005 kl. 08:00.

 

 


 

Mætt á fundi:           
 Magnús Guðmundsson, formaður

Lárus Ársælsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir
 
Auk þeirra voru mætt:
 Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð
  


 1.  Aðalskipulag Akraness, stefnumótun og vinna
 
 Mál nr. SU030074

 410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Farið yfir athugasemdir sem nefndinni hafa borist vegna draga að aðalskipulagi.

 

Fyrirliggjandi tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness 2005-2017 var send eftirtöldum 10 aðilum til umsagnar:

Innri Akraneshreppur, Skilmannahreppur, Faxaflóahafnir, Siglingastofnun Íslands, Vegagerðin, Umhverfisstofnun, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðisnefnd Vesturlands, Orkuveita Reykjavíkur, Skipulagsnefnd kirkjugarða.

Borist hafa umsagnir frá Fornleifavernd ríkisins og Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Í bréfi Fornleifaverndar ríkisins er bent á ýmis ákvæði í lögum um fornleifar og fornleifaskráningu. Í niðurlagi bréfsins segir:

?Fornleifavernd ríkisins hefur með bréfi þessu komið á framfæri nokkrum ábendingum sem varða fornleifar í fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Akraness 2005-2017 en gerir engar beinar athugasemdir við tillöguna.?

Orkuveita Reykjavíkur leggur fram ábendingar og athugasemdir í 6 liðum er varða veitukerfin á Akranesi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar gagnlegar ábendingar og umsagnir. Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra ásamt skipulagshöfundum að vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa frá Orkuveitunni í samstarfi við fyrirtækið og að niðurstaðan verði tekin til afgreiðslu hjá nefndinni fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um aðalskipulagstillöguna.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja tillöguna fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu þann 13. júní 2005. Í beinu framhaldi er tilagan send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og að henni lokinni til auglýsingar .

  

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 09:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00