Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

106. fundur 20. júní 2005 kl. 16:00 - 18:30

106. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 20. júní 2005 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Þráinn Gíslason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi

 

Mál nr. SU050012

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Drög að rammaskipulagi í Skógarhverfi.

Árni Ólafsson og Hrund Skarphéðinsdóttir kynntu drög að rammaskipulagi fyrir Skógarhverfi þar sem gert er ráð fyrir um 955 íbúðum og um 19 íbúðum á ha. Alls er svæðið um 50. ha að stærð og gert ráð fyrir 5 sérbýlishúsaáföngum og 2 fjölbýlishúsaáföngum sem verði deiliskipulagðir hver fyrir sig.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að rammaskipulagi og óskar eftir að hönnuðir ljúki við frágang teikninga og greinargerðar. Einnig óskar nefndin eftir því að hönnuðir flýti vinnu við 1. áfanga deiliskipulags svæðisins þar sem gert verði ráð fyrir um 100 sérbýlishúsalóðum.

 

2.

Jaðarsbakkar - 1. áfangi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050039

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Erindi framkvæmdanefndar um íþróttamannvirki dags. 16. júní um að fá að breyta mænishæð íþróttahúss úr kóta 22 í 23,5 metra.

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á umbeðna breytingu á mænishæð íþróttahúss úr 22 í 23.5 metra.

Nefndin leggur til að breytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Bjarkargrund 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Einigrund 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34 og 36.

 

3.

Vallarbraut 2-14, fyrirspurn um breytta þakgerð

 

Mál nr. SU050022

 

660499-2299 Búmenn,húsnæðissamvinnufélag, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík

Uppdráttur Gunnars Kr. Ottóssonar arkitekts dags. 7.6.2005, af  breytingu á þakgerð húsanna við Vallarbraut 2-14 lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á umbeðnar breytingar sem felast í að þakgerð verður einhalla með 5° halla í stað mænisþaks. Lagt er til að breytingin verði grenndarkynnt fyrir eigendum í stigahúsi við Vallarbraut 1, 7 og 13 og einnig fyrir Garðabraut 23, 33 og 43.

  

4.

Presthúsabraut 31 - Stofnanareitur, stækkun byggingarreits

 

Mál nr. SU050036

 

311051-4159 Ragnheiður Gunnarsdóttir, Presthúsabraut 31, 300 Akranesi

Erindi og uppdráttur Ragnheiðar Gunnarsdóttur og Björgvins Eyþórssonar dags. 3. júní um stækkun á byggingarreit á lóð nr. 31 við Presthúsabraut auk þess að fá að byggja bílskúr út að lóðamörkum á tvo vegu og yrði hann sambyggður húsinu, einnig fara þau fram á að aðkoma að bílskúrnum yrði  bæði frá Presthúsabraut og Ægisbraut.

Skipulags- og umhverfisnefnd  gerir ekki athugasemdir við að byggður verði bílskúr á lóðinni Presthúsabraut 31 enda rúmast breytingin innan gildandi deiliskipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á innkeyrslu  frá Ægisbraut. 

 

5.

Bjarkargrund 31 - Grundahverfi, stækkun byggingarreits

 

Mál nr. SU050024

 

280364-2319 Gunnar Már Ármannsson, Bjarkargrund 31, 300 Akranesi

Umsókn Gunnars Márs Ármannssonar dags. 3.5.2005 um að mega stækka byggingarreit við hús nr. 31 við Bjarkargrund  undir sólstofu.

Breytingin var grenndarkynnt.

Engar athugasemdir bárust.

Með vísan í 3. gr. skilmála um gróðurhús, glerskála og smáhýsi í Garðagrundarhverfi (Breyting II) samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd breytinguna.

 

6.

Olíuverslun Íslands, Esjubraut 45, uppsetning á ljósa- og verðskilti.

 

Mál nr. SU050038

 

500269-3249 Olíuverslun Íslands hf, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Erindi Magnúsar H. Ólafssonar dags. 14.júní 2005 f.h. Olíuverslunar Íslands um að fá að setja upp ljósa- og verðskilti við Þjóðveg skv. meðfylgjandi teikningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en bendir á að leita þarf heimilda hjá bæjarráði til að staðsetja skiltið utan lóðar Olís á landi í eigu Akraneskaupstaðar.

 

7.

Byggðasafn Akraness og nærsveita, áfengisleyfi

 

Mál nr. SU050037

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarritara dags. 14. júní 2005 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga í Safnaskálanum að Görðum Akranesi.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra.

  

8.

Café Mörk veitingahús, Skólabraut 14, Akranesi, áfengisleyfi

 

Mál nr. SU050035

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs 7. júní 2005 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Sigríði Helgu Sigfúsdóttur, kt. 080967-3739 f.h. hönd veitingahússins Café Mörk, SKólabraut 14, Akranesi.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00