Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
107. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 27. júní 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Þráinn Gíslason |
Auk þeirra voru mætt: |
Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Hagaflöt 9 og 11 - klasi 5-6, Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050027 |
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes
Breytingin var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum eftirtalinna lóða: Hagaflöt 5 og 7, Brúarflöt 4, Brekkuflöt 1,3,5 og 7 og Innesvegi 1.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að málið verði sent Skipulagsstofnun.
2. |
Innnesvegur 1 - klasi 5-6 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050040 |
621297-7679 Bílver ehf, Akursbraut 13 , 300 Akranesi
Erindi Almennu verkfræðistofunnar f.h. Bílver ehf. um að gera breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Innnesveg. Breytingarnar felast í að byggingarreiturinn er stækkaður. Bílastæði verða 66 þar af eitt fyrir fatlaða.
Nýtingarhlutfall verði 0.26
Skipulags og umhverfisnefnd leggur til að málið verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir lóðarhafa Hagaflatar 11.
3. |
Skólabraut - Akratorgsreitur, einstefnugata |
|
Mál nr. SU050041 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Athugun Almennu verkfræðistofunnar hf. f.h. Akraneskaupstaðar á að breyta Skólabraut í einstefnugötu lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur úttekt Almennu verkfræðistofunnar á þeim möguleika að gera Skólabraut að einstefnugötu gott innlegg í umræðu um skipulag miðbæjar Akraness.
Þar sem fyrirhuguð er samkeppni um Akratorg og nágrenni telur nefndin hins vegar ekki tímabært að taka ákvörðun í málinu. Einnig þarf að skoða þann kost að Kirkjubraut verði gerð að einstefnuakstursgötu frá Merkigerði að Akratorgi.
4. |
Umferðamál, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðastofa - ábendingar |
|
Mál nr. SU050042 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 16.júní 2005 þar sem ábendingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu er vísað til Skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Bent er á hættulega vinkilbeygju á Faxabraut og hvatt er til að setja 30 km hámarkshraða í Flatahverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf á sérstökum aðgerðum vegna beygju á Faxabraut.
Varðandi 30 km hámarkshraða í Flatahverfi þá óskar nefndin eftir því að sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs leggi fram tillögur um umferðahraða í íbúðahverfum á Akranesi eins og áður hefur verið ákveðið.
5. |
Götuheiti, nafn á nýrri tengigötu |
|
Mál nr. SU050044 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lagt er til að ónefndri tengigötu milli Hafnarbrautar og Vesturgötu verði gefið nafnið Lambhúsastígur.
Rökstuðningur: Nafngiftin tekur mið af örnefnunum Lambhúsasundi og Lambúsavör (syðri og nyrðri) og minnir á jörðina Lambhús sem skv. heimildum byggjast fyrst um miðja 17 öld og stóðu á þessum slóðum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir nafnið Lambhúsastígur á tengigötu milli Hafnarbrautar og Vesturgötu.
6. |
Umferðarmerkingar, ný umferðarmerki |
|
Mál nr. SU050043 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lagt er til að ný umferðarmerki verði sett upp sem hér segir:
1. Gatnamót Bresaflatar og Hagaflatar: Biðskylda á umferð frá Hagaflöt fyrir umferð um Bresaflöt.
2. Gatnamót Bresaflatar og Holtsflatar: Biðskylda á umferð frá Holtsflöt fyrir umferð um Bresaflöt.
3. Gatnamót Bresflatar og Hólmaflatar: Biðskylda á umferð frá Hólmaflöt fyrir umferð um Bresaflöt.
4. Gatnamót Vesturgötu og ónefndrar tengigötu (Lambhúsastígs) milli Vesturgötu og Hafnarbrautar: Biðskylda á umferð frá tengigötunni (Lambhúsastíg) fyrir umferð um Vesturgötu.
5. Gatnamót Hafnarbrautar og ónefndrar tengigötu (Lamhúsastígs) milli Vesturgötu og Hafnarbrautar: Biðskylda á umferð frá tengigötu (Lamhúsastíg) fyrir umferð um Hafnarbraut.
Skipulags- og umhverfisnefnd samykkir framangreinda tillögu um ný umferðarmerki á Akranesi.
7. |
Smábílaklúbbur Akraness, svæði til afnota |
|
Mál nr. SU050045 |
640605-1890 Smábílaklúbbur Akraness, 300 Akranesi
Smábílaklúbbur Akraness kt. 640605-1890 er að leita eftir svæði þar sem klúbburinn gæti fengið að útbúa braut fyrir starfsemina.
Stærð svæðisins væri c. 50 x 100 metrar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur staðgengli sviðsstjóra að kanna hvort hægt sé að staðsetja smábílabraut á svæði norðaustan við golfvöll.
Næsti fundur verður haldinn 11. júlí 2005.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20