Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
108. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 11. júlí 2005 kl. 17:00.
Mættir á fundi: |
Magnús Guðmundsson, formaður Lárus Ársælsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir Kristján Sveinsson |
Auk þeirra voru mættir |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð. |
1. |
Sólmundarhöfði, skipulagsverkefni |
|
Mál nr. SU040087 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breyttu deiliskipulagi Sólmundarhöfða samþykkt. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu 27. maí 2005, Póstinum 26. maí 2005 og Skessuhorni 25. maí 2005.
Athugasemdir bárust frá stjórn félags eldri borgara Akranesi "FEBAN" dags. 20. júní 2005.
Athugasemdirnar eru í fyrsta lagi að krafan um að meðalstærð íbúða sé 125 m2 sé ekki raunhæf því hún sé ekki í samræmi við þarfir eldri borgara. Í öðru lagi telja þau að fjöldi íbúða þyrfti að vera mun meiri en 12 íbúðir og finnst að það þyrftu að vera bæði hjónaíbúðir 80-95 fm stórar og einstaklingsíbúðir 55-65 fm . Innan hússins gætu rúmast 18-24 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar athugasemdir frá stjórn eldri borgara á Akranesi "FEBAN". Nefndin fellst a að fella út ákvæði um meðalstærð íbúða í greinargerð, en ekki er fallist á fjölgun íbúða umfram 12. Nefndin bendir á að samkvæmt tillögu bæjarstjórnar er gert ráð fyrir sérstökum reit til bygginga íbúða fyrir aldraða á svæði við bókasafnið, auk þess sem í undirbúningi er bygging á fjölda smærri íbúða í fjölbýli víða á Akranesi
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði sanþykkt með ofangreindum breytingum.
2. |
Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni |
|
Mál nr. SU040088 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur rann út 1. júlí s.l. en engar athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað.
3. |
Skógarflöt - Klasi 7-8 - Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050003 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur rann út 1. júlí s.l. en engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði sam þykkt.
4. |
Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050008 |
461083-0489 Arnarfell sf, Smiðjuvöllum 7, 300 Akranesi
650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti breytingu á deiliskipulagi samkvæmt framlögðum uppdrætti með þeirri undantekningu að ekki er fallist á breytingu á hámarkshæð húss. Einnig skal tekið fram að upplýsingar á uppdrætti um fjölda bílastæða eru ekki réttar og einungis er hægt að koma fyrir 12-13 bílastæðum sem getur takmarkað stærð þess húss sem reisa skal á lóðinni.
Sviðsstjóra var falið að fylgja athugasemdum eftir.
Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynnt var fyrir lóðahöfum Garðagrund 1, Eyrarflöt 6, Dalsflöt 11 og Tindaflöt 5.
Athugasemd barst frá íbúum við Eyrarflöt 6.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar íbúðareigendum Eyrarflöt 6 fyrir athugasemdir vegna grenndarkynningar á tillögu að breytingu lóðarinnar Garðagrund 3.
Sviðstjóra falið að vinna greinargerð vegna athugasemdanna. Afgreiðslu frestað.
5. |
Suðurgata 18 - Aðflutt hús, umsókn um byggingarlóð |
|
Mál nr. SU050032 |
200350-4139 Þuríður Maggý Magnúsdóttir, Oddagata 16, 101 Reykjavík
080551-3559 Jón Jóel Einarsson, Oddagata 16, 101 Reykjavík
Erindi Þ. Maggýjar Magnúsdóttur og Jóns J. Einarssonar dags. 28.júní 2005 um að fá lóðina Suðurgötu 18 á Akranesi undir gamalt hús sem þau eru að gera upp.
Bæjarráð samþykkti úthlutun með fyrirvara um að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi svæðisins og felur skipulags- og umhverfisnefnd að taka málið til afgreiðslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir umsækjendum á að leggja fram nauðsynlega uppdrætti til byggingarnefndar. Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu mun skipulags- og umhverfisnefnd þurfa að grenndarkynna umsóknina á grundvelli 43. gr. skipulag- og byggingarlaga áður en byggingarnefnd afgreiði málið endanlega.
6. |
Vesturgata 63A - Vesturgata, Grenjar o.fl., Skipting lóðar |
|
Mál nr. SU050046 |
080632-2909 Ólafur Jón Jóhannesson Bachmann, Jörundarholt 10, 300 Akranesi
Beiðni Ólafs Backmann, móttekin 4 júlí 2005, þar sem hann fer fram á skiptingu lóðarinnar nr. 63A við Vesturgötu þannig að afmörkuð sé lóð undir bílskúr sem yrði þá 63C.
Sameiginleg aðkoma verður að báðum lóðum og kvöð um aðkomu á 63A.
Afgreiðslu frestað.
7. |
Jafnrétti kvenna og karla, launajafnrétti kynjanna. |
|
Mál nr. SU050047 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 23. júní 2005 þar sem tilkynnt er að bæjarráð samþykki að senda erindi Félagsmálaráðuneytisins dags. 19.6.2005 til nefnda og stofnana bæjarins. Í erindinu vill Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa minna forsvarsmenn sveitarfélaga á ákvæði laga nr.96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla , þar sem fjallað er um launajafnrétti kynjanna.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30