Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
109. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 25. júlí 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Guðni Runólfur Tryggvason Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Jaðarsbakkar - 1. áfangi, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050039 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi framkvæmdanefndar um íþróttamannvirki dags. 16.júní um að fá að breyta mænishæð íþróttahúss úr kóta 22 í 23,5 metra.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Bjarkargrund 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 og Einigrund 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34 og 36.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda breytinguna til umsagnar Skipulagsstofnunar.
2. |
Skólabraut 2-4 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040033 |
200571-5849 Brynjar Sigurðsson, Skólabraut 4, 300 Akranesi
040773-3399 Aldís Aðalsteinsdóttir, Skólabraut 4, 300 Akranesi
541185-0389 HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
010169-3569 Guðni Hjalti Haraldsson, Skólabraut 2, 300 Akranesi
080475-2179 Marie Ann Butler, Skólabraut 2, 300 Akranesi
540291-2259 Landsbanki Íslands hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu hefur farið fram og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að senda breytinguna til umsagnar Skipulagsstofnunar.
3. |
Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050008 |
461083-0489 Arnarfell sf, Smiðjuvöllum 7, 300 Akranesi
650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi
Greinargerð sviðsstjóra vegna athugasemda íbúa við Eyrarflöt 6 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir í ljósi framkomina mótmæla íbúa við Eyrarflöt 6 að breyta tillögunni á þann hátt að aðeins verði heimilt að reisa einnar hæðar byggingu á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með framangreindum breytingum.
Íbúum við Eyrarflöt 6 verði send greinargerðin til upplýsinga.
4. |
Sunnubraut 30 - Akratorgsreitur, stækkun lóðar |
|
Mál nr. SU050048 |
070769-5229 Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sunnubraut 30, 300 Akranesi
080657-5369 Ómar Traustason, Sunnubraut 30, 300 Akranesi
Erindi Sigurbjargar Jóhannsdóttur og Ómars Traustasonar dags. 14. júlí 2005 þar sem þau óska eftir að fá lóðaskika sem er aftan við lóðina númer 30 við Sunnubraut og skv. skipulagi ætti að tilheyra þeirra lóð. (með breytingum) Í dag er í gildi umhirðusamningur við Benoný Daníelsson sem býr á Suðurgötu 117 og er sú lóð einnig aðliggjandi þessum skika. Samningurinn var gerður 22. október 2001 og er til tíu ára, uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara af beggja hálfu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að ræða við málsaðila.
5. |
Leirár- og Melahreppur, aðalskipulag 2002-2014 |
|
Mál nr. SU050049 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 20.júlí 2005 þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á erindi Landlína um hvort Akraneskaupstaður gerir athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi fyrir Leirár- og Melahrepp 2002 - 2014.
Bæjarráð óskar sérstaklega eftir að skoðað verði með vegtengingu yfir Grunnafjörð.
Athugasemdir þurfa að berast fyrir 12. ágúst og ef engar þá staðfesta það fyrir sama tíma.
Það eru hagsmunir Akraness að vegtenging milli Akraness og Borganess verði bætt og í tillögunni er fjallað um hugsanlega vegtengingu yfir Grunnafjörð og framsetning á uppdrætti í samræmi við svæðisskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur því ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.
6. |
Hvítanesreitur - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU030044 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. júlí 2005 þar sem meðfylgjandi er afrit af kæru dags. 28. júní 2005 frá Hildi Jónsdóttur og Valmundi Eggertssyni vegna deiliskipulags Hvítanesreits.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10