Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
112. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 29. ágúst 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Lárus Ársælsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050008 |
461083-0489 Arnarfell sf, Smiðjuvöllum 7, 300 Akranesi
650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 18. ágúst 2005, þar sem bæjarráð óskar eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd skoði hvort mögulegt sé að skilgreina byggingarreit hússins þannig að tilfærsla hans í átt að fjölbýlishúsi í nágrenninu verði í lágmarki og hvort ekki megi fella niður staðsetningu fyrirhugaðs gámasvæðis, en það svæði gert að grænu svæði í staðinn.
Sviðsstjóri sagði frá fundi sem hann og formaður nefndarinnar áttu með lóðarhafa Garðagrundar 3. þann 29. ágúst 2005. Einnig farið yfir bókun bæjarráðs frá 18. ágúst 2005. Afgreiðslu frestað.
2. |
Háholt 28 - bílskúr, deiliskipulagsbreyting, stækkun byggingarreits |
|
Mál nr. SU050051 |
020770-4149 Björgvin Steinar Valdemarsson, Háholt 28, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings dags. 9. ágúst 2005 f.h. Björgvins Valdimarssonar, um að fá að byggja 45 m2 bílskúr en byggingarreitur skv. gildandi deiliskipulagi er 32 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, enda hefur breytingin verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir eigendum íbúða við Háholt 26 og 28 og Skagabrautar 33 og allir aðilar samþykktu breytinguna.
3. |
Vallarbraut 2-14 - breytt þakgerð, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050022 |
660499-2299 Búmenn,húsnæðissamvinnufélag, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík
Breyting Gunnars Kr. Ottóssonar arkitekts dags. 7.6.2005, af þakgerð húsanna við Vallarbraut, vegna villu í fundargerð var breytingin grenndarkynnt fyrir eigendum íbúða í stigahúsi við Vallarbraut 7 og 13 en átti að vera Vallarbraut 5 og 11 og hefur hún nú farið fram.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, enda hefur grenndarkynning skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 farið fram án athugasemda.
4. |
Kalmansvík, rammaskipulag |
|
Mál nr. SU050057 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarstjórnar dags. 24.ágúst 2005 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er falið að láta vinna rammaskipulag að íbúðabyggð norðan þjóðvegar við Kalmansvík í samræmi við þær tillögur sem eru um byggð á svæðinu í endurskoðuðu aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sviðsstjóri leiti til Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga um að taka að sér verkefnið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40