Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
116. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 26. september 2005 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra var mættur: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Elínborg Halldórsdóttir |
1. |
Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi |
|
Mál nr. SU050055 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Farið yfir tillögur sem lagðar voru fram á síðasta fundi. Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við skipulagshönnuð.
2. |
Suðurgata 18 - Aðflutt hús, umsókn um byggingarlóð |
|
Mál nr. SU050032 |
200350-4139 Þuríður Maggý Magnúsdóttir, Oddagata 16, 101 Reykjavík
080551-3559 Jón Jóel Einarsson, Oddagata 16, 101 Reykjavík
Sviðsstjóri lagði fram greinargerð vegna athugasemda er bárust frá nágrönnum í grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir greinargerð sviðsstjóra að sinni. Ekki er hægt að taka undir athugasemdir um skert útsýni. Tekið er undir sjónarmið íbúa um bílastæði og lagt til að krafa verði gerð um 2 bílastæði á lóð nr. 18 við Suðurgötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu byggingarnefndar með framangreindum athugasemdum um bílastæði.
3. |
Garðagrund 3, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU050008 |
461083-0489 Arnarfell sf, Smiðjuvöllum 7, 300 Akranesi
650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi
Lóðarhafi hefur lagt fram grunnmynd af húsi sem hann hyggst reisa á lóðinni en þær hugmyndir rúmast ekki innan byggingarreits sem breytt var að ósk lóðarhafa. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á frekari stækkun byggingarreitsins og ítrekar fyrri samþykkt sína frá 25. júlí s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að láta fara fram athugun á nýrri staðsetningu grenndarstöðvar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30