Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

121. fundur 07. nóvember 2005 kl. 17:00 - 18:20

121. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 7. nóvember 2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Bergþór Helgason

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Sunnubraut 12 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU040029

 

130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi

Málið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, fyrir íbúum við Suðurgötu 99 og 103 og Sunnubraut 10, 11, 13, 14 og 15. Engar athugasemdir bárust.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

  

2.

Kirkjubraut 9 - 11 - Akratorgsreitur, aukið byggingamagn

 

Mál nr. SU050064

 

150269-4749 Vignir Björnsson, Súluhöfði 14, 270 Mosfellsbær

Bréf Vignis Björnssonar dags. 11. okt. 2005 þar sem hann fer fram á að fá að auka byggingamagn í 1,9 á lóðum 9 og 11 við Kirkjubraut.

 

Í gildandi deiliskipulagi er nýtingarhlutfall lóðanna Kirkjubraut 9 ?11 um 1,1.

Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á aukið byggingamagn á lóðunum, en taka þarf tillit til nýtingarhlutfalls nálægra lóða og hæða nálægra bygginga.

Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga um byggingaráform hjá bréfritara.

 

3.

Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag

 

Mál nr. SU050063

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýr uppdráttur frá ASK arkitektum af deiliskipulagi fyrir Nýlendureit lagður fram til kynningar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í þessar hugmyndir og leggur  til að hönnuðir skili inn endanlegum uppdráttum.

Sviðstjóra falið að koma lagfæringum og athugasemdum á framfæri við hönnuði.

  

4.

Þjóðbraut - Dalbraut, deiliskipulag - endurskoðun

 

Mál nr. SU050069

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga um að endurskoða deiliskipulag svæðisins vegna breytinga skv. aðalskipulagstillögu sem nú er á lokastigi.

 

Sviðsstjóra falið að leita eftir hönnuðum til að endurskoða deiliskipulag svæðisins ?Þjóðbraut-Dalbraut?.

 

5.

Fjárhagsáætlun 2006

 

Mál nr. SU000000

 

 

Sviðsstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun  fyrir árið 2006:

 

Endurskoðun aðalskipulags kr.     400.000
Deiliskipulagsverkefni:
Akratorgsreitur kr.   2.000.000
Arnardalsreitur kr.   2.000.000
Akratorg - útfærsla kr.   1.500.000
Nýtt byggingarsvæði kr.   2.500.000
Óskilgreind verkefni kr.   1.500.000
Rammaskipulag Kalmansvík kr.   1.500.000
                         SAMTALS kr. 11.400.000

 

 

Nefndin samþykkir tilllögu sviðsstjóra.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00