Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

122. fundur 21. nóvember 2005 kl. 17:00 - 19:20

122. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 21. nóvember 2005 kl. 17:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Umhverfisstofnun, umsagnir um framkvæmdir

 

Mál nr. SU050071

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 9. nóvember 2005 vegna ábendinga frá Umhverfisstofnun í bréfi dags. 2. nóvember 2005, um að sveitarstjórnum beri skylda til að leita umsagnar stofnunarinnar áður en framkvæmdaleyfi eru veitt fyrir framkvæmdum sem geta spillt svæðum á náttúruminjaskrá eða raskað jarðmyndunum og vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum.

Lagt fram til kynningar.

 

 

2.

Skógræktarfélag Akraness, skipulagstillaga á útivistarsvæði fyrir ofan Akranes

 

Mál nr. SU050072

 

690689-2949 Skógræktarfélag Akraness, Jörundarholti 122, 300 Akranesi

Greinargerð og uppdráttur Skógræktarfélags Íslands til Skógræktarfélags Akraness dags. 4.11.2005 þar sem gerð er tillaga að útivistarsvæði fyrir ofan Akranes.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Skógræktarfélagi Akraness fyrir innsenda greinargerð og uppdrátt vegna skipulags skógræktarsvæðis meðfram þjóðvegi ofan Akraness. Nefndin felur sviðsstjóra að skoða tengingar göngu- og reiðleiða við leiðir sem þegar eru áformaðar í drögum að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akraness. Einnig þarf að skoða hvernig akstursleiðir og bílastæði tengjast fyrirhuguðu Skógarhverfi. Niðurstöður þessarar skoðunar verði komið á framfæri við Skógræktarfélag Akraness.

 

 

3.

Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni

 

Mál nr. SU040082

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Sviðsstjóri kynnti 7 tilögur sem bárust í samkeppni um framtíðarskipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni. Tillögurnar verða kynntar almenningi á næstu vikum auk þess sem höfundar verðlaunatillagna munu taka á móti viðurkenningum og verðlaunum frá Akraneskaupstað.

 

4.

Uppgröftur vegna nýbygginga, ný svæði

 

Mál nr. SU050018

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Fyrsta tillaga að skipulagi moldartipps.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að fylgja eftir við hönnuð að útfæra verði hugmyndir um hljóðmanir og landmótun vegna svæðis fyrir mótorkross æfingar og keppni. Þannig megi nýta uppgröft frá nýbyggingum með skipulögðum hætti á svæðinu. Frekari útfærslur verði lagðar fyrir nefndina.

Samkvæmt tillögunum sem fyrir liggja, yrði hægt að koma fyrir um 180.000 rúmmetrum af jarðvegi.

 

 

5.

Bókasafnsreitur - Stofnanareitur, deiliskipulag

 

Mál nr. SU050073

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Guðmundar Gunnarssonar arkitekts hjá arkitektur.is dags. 9. nóvember 2005 þar sem hann setur fram fyrstu hugmyndir sínar að deiliskipulagi á reitnum.

Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum og umræðum á framfæri við hönnuð. Hönnuði falið að leggja sem fyrst fyrir nefndina nýjar hugmyndir.

 

6.

Skagabraut 11 - Arnardalsreitur, bygging þriðju hæðar

 

Mál nr. SU050028

 

261238-2689 Einar Jón Ólafsson, Skagabraut 11, 300 Akranesi

Bréf Jóhannesar Ingibjartssonar dags. 21. nóv. 2005 þar sem hann áréttar umsókn Einars Ólafssonar um að fá að byggja þriðju hæðina ofaná verslunar- og íbúðarhúsið við Skagabraut 9 ? 11.

Vegna misræmis í eldri skipulagsgögnum getur skipulags- og umhverfisnefnd fallist á þá túlkun umsækjanda að heimilt sé að bæta við þriðju hæð hússins Skagabraut 11 án deiliskipulagsbreytingar.

Nefndin ítrekar þó fyrri bókun sína að þörf sé á endurskoðun gildandi deiliskipulags sem er frá 1988.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00