Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Þráinn Gíslason
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð
Umsókn Hjalta S. Glúmssonar kt.130573-4799 f.h. Hvítasunnukirkjunnar á Akranesi dags. mótt. 15. desember 2005 þar sem óskað er eftir breyttri notkun húsnæðis á Skagabraut 6 þar sem fyrirhugað er að breyta notkun úr verslun og þjónustu í samkomuhús þ.e. kirkju.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið á forsendum nýs aðalskipulags, þegar það tekur gildi.
2. Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi Mál nr. SU050055
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Frestur til að gera athugasemdir vegna deiliskipulags Skógarhverfis rann út 11. janúar 2006.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
3. Götunöfn í Skógarhverfi, nafngiftir á götum í Skógarhverfi Mál nr. SU060001
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Hugmyndir að götuheitum í Skógarhverfi ræddar.
Samþykkt var að nota endinguna ?skógar í götunöfnum í þessu hverfi. Ýmis nöfn komu upp á borð nefndarinnar og var sviðsstjóra falið að staðsetja þau í samræmi við það sem rætt var á fundinum.
4. Höfðasel 15, stækkun lóðar Mál nr. SU050081
520789-0739 Gámaþjónusta Akraness ehf, Smáraflöt 2, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 13.1.2006 þar sem tekið er undir álit skipulags- og umhverfisnefndar og biður bæjarráð bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Lagt fram.
5. Sólmundarhöfði, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU050078
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars, Skúlagata 62, 105 Reykjavík
Bréf bæjarráðs dags. 13. janúar 2006 þar sem bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.12.2005.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00