Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
129. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 13. febrúar 2006 kl. 17:00.
Mætt á fundi: Magnús Guðmundsson formaður
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð
1. Þjóðbraut - Dalbraut, deiliskipulag - endurskoðun Mál nr. SU050069
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Páll Björgvinsson arkitekt mætti á fundinn.
Kynntar voru fyrstu hugmyndir að deiliskipulagi svæðisins.
Sviðsstjóra falið ásamt hönnuði að ræða við umsækjendur um breytingar á skipulagi vegna Þjóðbrautar 1.
2. Vesturgata 52 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU040078
051157-2659 Sigurður Sigurðsson, Laugarbraut 12, 300 Akranesi
Erindið hefur verið grenndarkynnt fyrir lóðahöfum við Vesturgötu 48, 51 og 53 og Skólabraut 2-4.
Allir aðilar skrifuðu undir samþykki vegna breytingarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði samþykkt.
3. Kalmansbraut 2 og 4a, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU060007
640774-1189 Pípulagningaþjónustan ehf, Smiðjuvöllum 8, 300 Akranesi
Bréf Ingólfs Hafsteinssonar dags. 9. febrúar 2006 f.h. Pípulagningaþjónustunnar ehf. þar sem hann óskar eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt sé að reisa stálgrindarhús á lóðunum við Kalmansvelli 2 og 4a, húsið mun ná yfir lóðamörk og mun verða settur brunaveggur á lóðamörkin.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í þær breytingar sem óskað er eftir en felur sviðsstjóra að koma á framfæri athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.
4. Hólmaflöt 1, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU060008
210864-2969 Logi Már Einarsson, Þingvallastræti 26, 600 Akureyri
Erindi Loga Márs Einarssonar arkitekts dags. 6. febrúar f.h. lóðarhafa þar sem hann óskar eftir breyttri staðsetningu á bílgeymslu.
Afgreiðslu frestað.
5. Skógarflöt 2-4, umsögn Mál nr. SU060009
300646-4339 Bjarni Bergmann Sveinsson, Furugrund 7, 300 Akranesi
Bréf Bjarna Sveinssonar dags. 8. febrúar 2006 þar sem hann óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því hvort heimilt sé að útbúa kjallararými undir hluta hússins við Skógarflöt 2-4.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að útbúið sé kjallararými undir hluta hússins við Skógarflöt 2-4.
Nefndin vekur hinsvegar athygli á að bæjarfélagið getur ekki séð um frárennsli frá rýminu.
6. Vesturgata 117 ? Ægisbraut, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU060010
030870-4849 Kristján Ólafsson, Vesturgata 117, 300 Akranesi
Erindi Kristjáns Ólafssonar dags. 9. febrúar 2006 þar sem hann óskar eftir því að fá að skrá bakhús við Vesturgötu 117 sem sér fasteign skv. meðfylgjandi bréfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið enda fellur umbeðin breyting innan ramma gildandi skipulags. Nefndin leggur til að breytingin verði grenndarkynnt og síðan send byggingarnefnd til afgreiðslu.
7. Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag Mál nr. SU050063
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fundur kynntur.
Kynningarfundur vegna deiliskipulagsbreytinga á svæðinu verður haldinn í bæjarþingsalnum, mánudaginn 6. mars 2006 kl. 20.00.
8. Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni Mál nr. SU040082
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fundur kynntur.
Eigendur fasteigna og hagsmunaaðilar á svæðinu hafa verið boðaðir á kynningarfund vegna fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga. Fundurinn verður haldinn þann 14. febrúar kl. 20.00 í bæjarþingsalnum.
9. Bókasafnsreitur - Stofnanareitur, deiliskipulag Mál nr. SU050073
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri kynnti uppdrætti sem sýna skuggavarp frá fyrirhuguðum breytingum.
10. Iðnaðarsvæði við Höfðasel, deiliskipulag Mál nr. SU060011
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Undirbúningur vegna nýs deiliskipulags iðnaðarsvæðisins við Höfðasel.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að leggja fyrir bæjarráð kostnaðaráætlun vegna nýs deiliskipulags athafnasvæðis við Höfðasel.
Nefndin leggur áherslu á að deiliskipulagsvinna hefjist á svæðinu vegna aukinnar eftirspurnar eftir lóðum fyrir atvinnuhúsnæði á Akranesi og felur sviðsstjóra að gera bæjarráði grein fyrir áætluðum kostnaði og óska eftir fjárveitingu til verkefnisins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.20