Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
130. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 27. febrúar 2006 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir |
Auk þeirra var mætt: |
Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Hólmaflöt 1, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU060008 |
210864-2969 Logi Már Einarsson, Þingvallastræti 26, 600 Akureyri
Erindi Loga Más Einarssonar arkitekts dags. 6. febrúar f.h. lóðarhafa þar sem hann óskar eftir breyttri staðsetningu á bílgeymslu.
Skúli Lýðsson byggarfulltrúi mætir á fundinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umbeðna breytingu en óskar eftir að byggingarfulltrúi fylgi málinu eftir með tilliti til umferðaöryggis.
2. |
Kalmansbraut 2 og 4a, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU060007 |
640774-1189 Pípulagningaþjónustan ehf., Smiðjuvöllum 8, 300 Akranesi
Nýr deiliskipulagsuppdráttur lagður fyrir fundinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðna breytingu á deiliskipulagi um byggingu sem nái yfir lóðamörk Kalmansbrautar 2 og 4a.
Breytingin verði grenndarkynnt lóðahöfum Esjubrautar 47, Smiðjuvöllum 1 og Kalmansvöllum 4b.
3. |
Heiðargerði 11- Akratorgsreitur, viðbygging |
|
Mál nr. SU060012 |
040760-2029 Guðmunda Maríasdóttir, Heiðargerði 11, 300 Akranesi
Bréf Guðmundar Guðmundssonar og Guðmundu Maríasdóttur dags. 22.febrúar 2006 þar sem þau óska eftir að fá að byggja viðbyggingu við húsið.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir bréfriturum á að húseignin Heiðargerði 11 er merkt í gildandi deiliskipulagi.
Nefndin gerir því ekki athugasemd við stækkun hússins upp að því nýtingarhlutfalli sem skipulagið leyfir.
4. |
Kirkjubraut 56B - Arnardalur, yfirbyggt sund - geymsla |
|
Mál nr. SU060013 |
170834-3649 Ólafur Ellertsson, Merkigerði 6, 300 Akranesi
Bréf Ólafs Ellertssonar dags. 21. febrúar 2006 þar sem hann óskar eftir að fá að byggja yfir sund á milli skúra á lóð Kirkjubrautar 56b og nota sem geymslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að fyrirhuguð er endurskoðun á gildandi deiliskipulagi svæðisins, því er ekki mögulegt að samþykkja erindið á þessu stigi.
5. |
Staðardagskrá 21 - ráðstefna, ráðstefna í Reykholti |
|
Mál nr. SU060014 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs 17. febrúar 2006 þar sem erindi verkefnisstjóra Staðardagskrár 21, dags. 14. febrúar 2006 er vísað til formanns skipulags- og umhverfisnefndar.
Erindið er boðun til landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 í Snorrastofu í Reykholti föstudaginn 3. mars og laugardaginn 4. mars og hefst hún kl. 13.00 fyrri daginn.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10