Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
133. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Kalmansvík, rammaskipulag |
|
Mál nr. SU050057 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson og Gylfi Guðjónsson arkitektar mættu á fundinn og kynntu frumhugmyndir að rammaskipulagi.
2. |
Skógahverfi - 2. áfangi, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU060019 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bókun bæjarráðs dags. 30. mars 2006 þar sem óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd hefji nú þegar skipulagsvinnu við 2. áfanga í Skógahverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að leita eftir því við arkitektastofuna Gylfi Guðjónsson og félagar að vinna deiliskipulag að næsta áfanga í Skógahverfi.
Mikilvægt er að verkefninu verði hraðað.
3. |
Bókasafnsreitur - Stofnanareitur, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU050073 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endanlegar tillögur lagðar fram á fundinum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
4. |
Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU050063 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Afgreiðsla fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir greinargerð sviðsstjóra um athugasemdir íbúa við Melteig 16b og Sóleyjargötu 14 að sínum og leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt með eftirfarandi breytingum:
1. Nýbyggingum verði fækkað úr 5 í 4.
2. Aðkeyrsla að Melteig 16b er færð þannig að aðkoma verður frá Melteig.
3. Byggingarreitur fyrir bílgeymslu á lóð 16b við Melteig er stækkaður í rúmlega 40 m2.
4. Bílastæðum er fjölgað úr 16 í 20 þannig að gestastæðum fjölgar um 4.
Með framangreindum breytingum er komið til móts við flest þau atriði sem íbúar gerðu athugasemdir við.
5. |
Ægisbraut 17 - Ægisbraut, geymsluhús |
|
Mál nr. SU060016 |
650897-2859 Steðji ehf, Vogabraut 28, 300 Akranesi
650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi
Bréf Runólfs Sigurðssonar dags. 22. mars 2006 f.h. hönd Steðja ehf. þar sem hann óskar umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar á byggingu geymsluhúss á lóðinni nr. 17 við Ægisbraut.
Áætluð stærð hússins er 7 x 12 m og með einhalla þaki.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar í gildandi deiliskipulag þar sem fram kemur að ekki er heimilt að byggja meira á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar þó ekki hugsanlegri breytingu á gildandi skipulagi sem verði á kostnað lóðarhafa.
6. |
Skógarflöt 7 - Klasi 7-8, Þakhalli |
|
Mál nr. SU060017 |
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi
Tölvubréf Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts dags. 27 mars 2006, f.h. lóðarhafa Skógarflatar 7 um að fá að breyta þakhalla úr 20° Í 24°.
Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á umbeðna breytingu enda fari fram grenndarkynning.
Breytingin verði á kostnað lóðarhafa.
7. |
Skógarflöt 18-20 - Klasi 7-8, gluggar á göflum |
|
Mál nr. SU060018 |
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi
Tölvupóstur Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts dags. 27. mars 2006, þar sem hann óskar eftir fráviki á gluggum á göflum f.h. lóðahafa Skógarflata 18-20 .
Skipulags- og umhverfisnefnd lítur svo á að um sé að ræða minni háttar breytingu sem ekki þarfnist afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
8. |
Dagur umhverfisins, Umhverfisráðuneytið |
|
Mál nr. SU060020 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 31. mars 2006 þar sem bréfi umhverfisráðuneytisins um dag umhverfisins er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.
Sviðsstjóra falið að sjá um framkvæmd kynningar vegna dags umhverfisins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00