Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
134. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 24. apríl 2006 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Skógarflöt - Klasa 7-8 - Flatahverfi, umferðarmerki |
|
Mál nr. SU060021 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Staðsetning umferðarmerkja við Skógarflöt.
Lagt er til að ný umferðarmerki verði sett upp við Skógarflöt:
Gatnamót Þormóðsflatar og Skógarflatar, báðir endar: Biðskylda á umferð frá Skógarflöt fyrir umferð um Þormóðsflöt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framangreinda tillögu um ný umferðamerki á Akranesi.
2. |
Skógarflöt 22-24 - Klasi 7-8 - Flatahverfi, breyttur þakhalli |
|
Mál nr. SU060022 |
070656-7369 Björn Guðmundsson, Garðabraut 6, 300 Akranesi
020274-5149 Stefán Gísli Örlygsson, Hlynsalir 5, 201 Kópavogur
Bréf Bjarna Vésteinssonar dags. 10. apríl 2006, f.h. lóðahafa við Skógarflöt 22-24 þar sem hann óskar eftir breytingu á þakhalla úr 20° í 25° .
Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á umbeðna breytingu enda fari fram grenndarkynning fyrir lóðarhöfum við Skógarflöt 2, 4, 6, 8, 18, 20, 23, 25, 26, 27 og 29 .
Breytingin verði á kostnað lóðarhafa.
3. |
Flóahverfi - Nýtt athafnasvæði, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU060023 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Undirbúningur deiliskipulags fyrir nýtt athafnahverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur verði falið að skipuleggja nýtt hverfi fyrir athafnasvæði suðvestan við Höfðasel. Einnig er lagt er til að gert verði ráð fyrir væntanlegu ökugerði í skipulaginu ef af verður.
4. |
Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulag - endurskoðun |
|
Mál nr. SU050069 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri kynnir nýjar tillögur.
Tillögurnar voru ræddar og sviðsstjóra falið að koma niðurstöðum meirihluta nefndarinnar til hönnuðar.
(Magnús, Edda og Kristján.)
"Undirritaðir nefndarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að meirihlutinn hafi ekki þann metnað að setja þennan reit í hugmyndavinnu með það að leiðarljósi hverskonar húsnæði vantar í bæinn, í stað þess að gera skipulag sem enn og aftur býður nánast bara upp á fjölbýlishúsalóðir sem þjóna verktökum vel til bygginga, þessi reitur er miðsvæðis á Akranesi og því sérstök ástæða til að vanda vel til verks og samþykkjum því ekki þessi tillögudrög."
( Lárus og Eydís.)
5. |
Garðasel - leikskóli, staðsetning bráðabirgðahúsnæðis |
|
Mál nr. SU060024 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að staðsetningu bráðabirgðahúss við leikskólann Garðasel og færsla á göngustíg.
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar leggst eindregið gegn því að breyta legu göngustígs milli Garðagrundar og Innnesvegar, meirihlutinn mælir einnig eindregið með því að bráðabirgðahús verði staðsett innan núverandi lóðamarka Garðasels.
(Magnús, Edda og Kristján.)
"Undirritaðir nefndarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki sátt við að eyðileggja þá gönguleið í hverfinu sem nú þjónar íbúum vel og þann græna reit sem búið er að planta í, með því að setja skúr á til bráðabirgða, sem eigi að þjóna sem dagvistunarúrræði. Auk þess sem ekki hefur verið svarað hversu lengi þetta svokallaða bráðabirgðaúrræði eigi að standa. Einnig er verulegt umhugsunarvert að auka á umferðaþunga þessa svæðis, þar sem nú þegar er vandræði með bílaþunga. Við samþykkjum því ekki þessi tillögu."
(Lárus og Eydís.)
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30