Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
135. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 15. maí 2006 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Vesturgata 52 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040078 |
051157-2659 Sigurður Sigurðsson, Laugarbraut 12, 300 Akranesi
Erindið hefur verið grenndarkynnt fyrir lóðahöfum við Vesturgötu 48, 51 og 53 og Skólabraut 2-4.
Allir aðilar skrifuðu undir samþykki vegna breytingarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
2. |
Smiðjuvellir, endurskoðun deiliskipulags |
|
Mál nr. SU050031 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Afgreiðsla á skipulagstillögu.
Ein athugasemd barst vegna auglýstrar deiliskipulagstillögu. Á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra er ekki unnt að verða við athugasemdinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
3. |
Skógarhverfi, deiliskipulag - 1. áfangi |
|
Mál nr. SU050055 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Afgreiðsla á skipulagstillögu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
4. |
Skólabraut 2-4 - Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040033 |
200571-5849 Brynjar Sigurðsson, Skólabraut 4, 300 Akranesi
040773-3399 Aldís Aðalsteinsdóttir, Skólabraut 4, 300 Akranesi
541185-0389 HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
010169-3569 Guðni Hjalti Haraldsson, Skólabraut 2, 300 Akranesi
080475-2179 Marie Ann Butler, Skólabraut 2, 300 Akranesi
540291-2259 Landsbanki Íslands hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu hefur farið fram og engar athugasemdir bárust.
Vegna ábendinga Skipulagsstofnunar um fjölda bílastæða við Skólabraut 2-4 er bent á að bætt er við tveimur bílastæðum á lóð hússins frá því sem áður var vegna þessara tveggja nýju íbúða. Frekari bílastæðaþörf vegna hússins er leyst á aðliggjandi götum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
5. |
Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU030054 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Afgreiðsla á skipulagstillögu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
6. |
Skagabraut 17 - Arnardalsreitur, umsögn skipulagsnefndar |
|
Mál nr. SU060025 |
260355-3769 Þröstur Unnar Guðlaugsson, Vesturgata 145, 300 Akranesi
210365-4519 Jóhanna Steinunn Hauksdóttir, Vesturgata 145, 300 Akranesi
Bréf Þrastar Guðlaugssonar móttekið 25. apríl 2006 þar sem hann óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á fyrirhugaðri stækkun á húsnæði Efnalaugarinnar Lísu ehf. við Skagabraut 17 um 40 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að samkvæmt ákvæðum 4.2.1 í skipulagsreglugerð er heimilt að koma fyrir þjónustu í íbúðahverfum við íbúa þeirra s.s. verslun eða hreinlegum iðnaði. Skipulags- og umhverfisnefnd sér því ekkert því til fyrirstöðu að breytingin sé heimiluð. Umsækjanda er bent á að fyrirhuguð stækkun kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi.
7. |
Hagaflöt 3 - Klasi 5-6, Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU060026 |
690102-2903 Sigurjón Skúlason ehf., Ásabraut 11, 300 Akranesi
Bréf Loga Más Einarssonar arkitekts dags. 10. maí 2006 þar sem hann fyrir hönd lóðarhafa Hagaflatar 3 fer fram á að byggja húsið út fyrir byggingarreit til austurs og vesturs.
Fjarlægð að lóðarmörkum til vesturs yrði 7.5 m en 5 m til austurs.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að umbeðin breyting verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Hagaflöt nr. 1, 2, 4, 5, 6, 8 og 10.
8. |
Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulag - endurskoðun |
|
Mál nr. SU050069 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Páls Björgvinssonar arkitekts, lögð fram.
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar felur sviðsstjóra að koma á framfæri smávægilegum breytingum á deiliskipulagsuppdrætti og afstöðumyndum og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bókun:
?Við erum ekki sammála því að samþykkja ófullkomnar teikningar til auglýsingar.?
Lárus Ársælsson og Eydís Aðalbjörnsdóttir.
9. |
Dalbraut 1 - Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU060028 |
600269-2599 Smáragarður ehf., Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur
440203-3450 Akratorg ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Bréf Bjarna Jónssonar tæknifræðings f.h. Smáragarðs ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á leyfðri hámarkshæð byggingar við Dalbraut 1 úr 5 metrum í 6, og stækkun á byggingarreit til suðvesturs fyrir útbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á leyfðri hámarkshæð úr 5 metrum í 6 metra, sem er í samræmi við hæð Skagavers.
Nefndin fellst einnig á smávægilega breytingu á byggingareit og breytingu á skilgreindum lóðamörkum. Lagt er til að breytingin verði auglýst skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
10. |
Golfskálinn Akranesi, áfengisleyfi |
|
Mál nr. SU060029 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 11. maí 2006 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Maríu Guðrúnu Nolan, kt. 030179-4049 f.h. Nolan ehf. / 19. Holan í Golfskálanum á Akranesi.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir afgreiðslu sviðsstjóra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00