Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

1. fundur 19. júní 2006 kl. 16:00 - 18:45

1. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 19. júní 2006 kl. 16:00.


Mætt á fundi:  Sæmundur Víglundsson formaður
Magnús Guðmundsson
Hrafnkell Á Proppé
Helga Jónsdóttir
Bergþór Helgason
Auk þeirra voru mætt:  Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð



1. Skógarhverfi, rammaskipulag  Mál nr. SU040099

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson arkitekt mætti á fundinn og kynnti forsendur skipulagsins.


2. Staða skipulagsverkefna, yfirlit fyrir nýtt nefndarfólk  Mál nr. SB060004

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri kynnti stöðu skipulagsverkefna.


3. Fundaráætlun nefndarinnar, fyrir árið 2006  Mál nr. SB060005

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fundaráætlun lögð fram.


4. Skógarflöt 7 - Klasi 7-8 - Flatahverfi, Þakhalli (001.879.14) Mál nr. SU060017

250480-4589 Sverrir Kristjánsson, Kárastígur 13, 101 Reykjavík
Breytingin var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Skógarflöt 5,9,10,11,12,13,15 og 17.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.


5. Skógarflöt 22-24 - Klasi 7-8 - Flatahverfi, þakhalli (001.879.24) Mál nr. SU060022

070656-7369 Björn Guðmundsson, Garðabraut 6, 300 Akranesi
020274-5149 Stefán Gísli Örlygsson, Hlynsalir 5, 201 Kópavogur
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Skógarflöt 2, 4, 6, 8, 18, 20, 23, 25, 26, 27 og 29 .
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags - og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

6. Bókasafnsreitur - Stofnanareitur, deiliskipulag  Mál nr. SU050073

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Athugasemdafrestur rann út 5. júní.
Engar athugasemdir bárust.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar samþykkir að áframhaldandi vinnu við deiliskipulag Bókasafnsreits verði frestað þ.e. að skipulagið verði ekki auglýst í Stjórnartíðindum til endanlegrar staðfestingar.
Minnihluti nefndarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Harmaður er hringlandaháttur nýs meirihluta bæjarstjórnar  og nýrrar skipulags- og byggingarnefndar að ?blása af ? auglýst deiliskipulag Bókasafnsreits.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt einróma af fyrri skipulags- og umhverfisnefnd og engar athugasemdir bárust frá íbúum þegar tillagan var auglýst. Með þessari ákvörðun er tafið verulega að byggðar verði 20-30 sérhannaðar íbúðir fyrir eldri borgara á Akranesi.
(Sign.) Hrafnkell Proppé og Magnús Guðmundsson.

 

7. Þjóðvegur 13 og 13a, breytt lóðarmörk  Mál nr. SB060003

140457-2219 Einar Ottó Einarsson, Akurprýði, 300 Akranesi
240962-5519 Anna Guðfinna Barðadóttir, Akurprýði, 300 Akranesi
060418-4119 Sigríður Jónsdóttir, Dvalarheimilið Höfði, 300 Akranesi
Umsókn Kristins Helgasonar mótt. dags. 15. júní 2006
f.h. Sigríðar Jónsdóttur, Einars Ottós Einarssonar og Önnu Guðfinnu Barðadóttur um breytingu á lóðamörkum milli lóða 13 og 13a.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir aðliggjandi lóðahöfum.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00