Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
7. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 18. september 2006 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Sæmundur Víglundsson formaður Helga Jónsdóttir Guðmundur Páll Jónsson Hrafnkell Á. Proppé Bergþór Helgason |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Skógarhverfi, deiliskipulag - 2. áfangi |
|
Mál nr. SU060019 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Gylfi Guðjónsson, arkitekt kynnti vinnu sem fram hefur farið frá síðasta fundi.
Miðað við núverandi tillögu er þéttleiki byggðar í 2. áfanga 15,3 íb./ha. sem er heldur minna en rammaskipulagið gerði ráð fyrir sem var 16,4 íb./ha. Ákveðið að Gylfi vinni áfram að tillögunni út frá þeim forsendum sem kynntar voru á fundinum og komi aftur á fund nefndarinnar 2. okt. n.k.
2. |
Skógarhverfi, breyting á deiliskipulagi - 1. áfangi |
|
Mál nr. SB060068 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 7,9,11 og 13 við Seljuskóga og nr. 1,3,5,7 og 9 við Viðjuskóga.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
3. |
Sunnubraut 2, Breytt notkun |
(000.872.10) |
Mál nr. BN060014 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt mætti á fundinn og kynnti hugmyndir að breyttri notkun lóðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4. |
Tindaflöt 12,14 og 16, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB060062 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur að stækkun lóðanna 12,14 og 16 við Tindaflöt kynnt.
Nefndin fól sviðsstjóra að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum.
5. |
Ökugerði, staðsetning |
|
Mál nr. SB060065 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt kynnti fyrstu hugmyndir sínar að staðsetningu og útliti ökugerðis.
Nefndin fól henni að vinna tillöguna áfram á grundvelli umræðna á fundinum.
6. |
Jörundarholt, þétting byggðar |
|
Mál nr. SB060044 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að þéttingu byggðar í Jörundarholti.
Skipulags- og byggingarnefnd ákveður að gera ekki breytingar á gildandi skipulagi að sinni.
7. |
Umferðamál, endurskoðun á hámarkshraða |
|
Mál nr. SB060027 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umfjöllun um fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra að vinna áfram að frekari áfangaskiptingu tillögunnar sem nefndin hefur til umfjöllunar.
8. |
Suðurgata 20, fyrirspurn um staðsetningu húss á lóð |
(000.932.10) |
Mál nr. SU060015 |
650700-2440 Al-Hönnun ehf, Skólabraut 30, 300 Akranesi
030576-5439 Ole Jakob Volden, Akurgerði 11, 300 Akranesi
Nefndin óskaði á 4. fundi eftir að umsækjandi legði fram götumynd af Suðurgötu 16, 18, 20, 22 og 26.
Uppdráttur af götumynd lagður fram og samþykktur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30