Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
13. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 6. nóvember 2006 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Helga Jónsdóttir Hrafnkell Á Proppé Bergþór Helgason |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
Byggingarmál
1. |
Álmskógar 18, Sótt er um byggingu einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu |
|
Mál nr. SB060090 |
150371-5469 Valur Ásberg Valsson, Andrésbrunnur 18, 113 Reykjavík
Umsókn Vals Ásbergs Valssonar um heimild til þess að reisa einbýlihús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar kt. 050571-5569 byggingarfræðings.
Stærðir húss 195,0 m2 - 726,5 m3
bílgeymsla 41,0 m2 - 150,5 m3
Gjöld kr.: 3.233.321 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa 27. okt. 2006
2. |
Álmskógar 16, Sótt er um byggingu einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu |
|
Mál nr. SB060094 |
140370-3399 Ólafur Hjörtur Magnússon, Þorláksgeisli 38, 113 Reykjavík
Umsókn Ólafur Hjörtur Magnússon kt: 140370-3399 um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar kt. 050571-5569 byggingarfræðings.
Stærðir húss 195,0 m2 - 726,5 m3
bílgeymsla 41,0 m2 - 150,5 m3
Gjöld kr.: 3.233.321 ,-
Samþykkt af byggingafulltrúa 30. okt. 2006
3. |
Garðabraut 2A, Sótt er um lokun svala |
|
Mál nr. SB060104 |
490903-2240 Garðabraut 2a,húsfélag, Garðabraut 2a, 300 Akranesi
Umsókn Svölu Ívarsdóttur f.h. Húsfélagsins Garðabraut 2a um heimild til að loka svölum á húsinu samkv. meðfylgjandi teikningum Runólfs Þ. Sigurðssonar tæknifræðings.
Gjöld kr. 4.557,--
Samþykkt af staðgengli byggingarfulltrúa 30.10.2006
Skipulagsmál
4. |
Sólmundarhöfði 7, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB060016 |
420502-5830 Vigur ehf., Lækjartorg 5, 101 Reykjavík
Athugsemdafrestur rann út 1. nóvember .
Umfjöllun um þær athugasemdir sem bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fengið verði lögfræðilegt álit á málinu.
5. |
Tindaflöt 12,14 og 16, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB060062 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Uppdrættir frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur arkitekt lagðir fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir íbúum við Eyrarflöt 6,11 og 13 og Tindaflöt 5 og 8.
6. |
Sorp, grenndarstöðvar |
|
Mál nr. SB060105 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 24.okt. 2006 þar sem umhverfisnefnd í samráði við skipulags- og byggingarnefnd er falið að gera tillögu um staðsetningu 4-5 grenndarstöðva fyrir gáma til söfnunar sorps til endurvinnslu.
Tillögur skulu berast bæjarráði fyrir 15. nóvember n.k.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur í meginatriðum undir hugmyndir umhverfisnefndar. Nefndin leggur til að leitað verði eftir samkomulagi við eigendur matvöruverslana í bænum um að grenndarstöðvum verði valinn staður á lóðum verslananna. Lögð verði áhersla á samræmt útlit og snyrtilegan frágang í alla staði.
7. |
Vesturgata 125, viðbygging |
|
Mál nr. SB060067 |
180457-3489 Þórólfur Halldórsson, Seljalandsvegur 67, 400 Ísafjörður
190960-6339 Ólöf Elfa Þrastar Smáradóttir, Seljalandsvegur 67, 400 Ísafjörður
Nýjir uppdrættir eigenda af útliti viðbyggingar lagðir fram.
Nefndin getur fallist á þá breytingu sem fylgdi erindinu.
Með breytingunni verður nýting lóðarinnar hærri en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir og verður umsækjandi því að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi.
8. |
Lögheimili og skipulags- og byggingarlög, óheimil skráning lögheimilis í frístundabyggð |
|
Mál nr. SB060106 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 27. okt. 2006 þar sem bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að gera drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð vegna bréfs félagsmálanefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög, 220. mál.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.17:45