Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

13. fundur 06. nóvember 2006 kl. 16:00 - 17:45

13. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 6. nóvember 2006 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson  formaður

Helga Jónsdóttir

Magnús Guðmundsson

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 Byggingarmál

1.

Álmskógar 18, Sótt er um byggingu einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu

 

Mál nr. SB060090

 

150371-5469 Valur Ásberg Valsson, Andrésbrunnur 18, 113 Reykjavík

Umsókn Vals Ásbergs Valssonar um heimild til þess að reisa einbýlihús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar kt. 050571-5569 byggingarfræðings.

Stærðir húss 195,0 m2 - 726,5 m3

bílgeymsla      41,0 m2 - 150,5 m3

Gjöld kr.: 3.233.321 ,-

Samþykkt  af byggingarfulltrúa  27. okt. 2006

 

2.

Álmskógar 16, Sótt er um byggingu einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu

 

Mál nr. SB060094

 

140370-3399 Ólafur Hjörtur Magnússon, Þorláksgeisli 38, 113 Reykjavík

Umsókn Ólafur Hjörtur Magnússon kt: 140370-3399 um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar kt. 050571-5569 byggingarfræðings.

Stærðir húss 195,0 m2 - 726,5 m3

bílgeymsla      41,0 m2 - 150,5 m3

Gjöld kr.: 3.233.321 ,-

Samþykkt  af byggingafulltrúa  30. okt. 2006

 

3.

Garðabraut 2A, Sótt er um lokun svala

 

Mál nr. SB060104

 

490903-2240 Garðabraut 2a,húsfélag, Garðabraut 2a, 300 Akranesi

Umsókn Svölu Ívarsdóttur f.h. Húsfélagsins Garðabraut 2a  um heimild til að loka svölum á húsinu samkv. meðfylgjandi teikningum Runólfs Þ. Sigurðssonar tæknifræðings.

Gjöld kr. 4.557,--

Samþykkt af staðgengli byggingarfulltrúa 30.10.2006

  

 Skipulagsmál

4.

Sólmundarhöfði 7, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060016

 

420502-5830 Vigur ehf., Lækjartorg 5, 101 Reykjavík

Athugsemdafrestur rann út 1. nóvember .

Umfjöllun um þær athugasemdir sem bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fengið verði lögfræðilegt álit á málinu.

 

5.

Tindaflöt 12,14 og 16, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB060062

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Uppdrættir frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur arkitekt lagðir fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir íbúum við Eyrarflöt 6,11 og 13 og Tindaflöt 5 og 8.

 

6.

Sorp, grenndarstöðvar

 

Mál nr. SB060105

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 24.okt. 2006 þar sem umhverfisnefnd í samráði við skipulags- og byggingarnefnd er falið að gera tillögu um staðsetningu 4-5 grenndarstöðva fyrir gáma til söfnunar sorps til endurvinnslu.

Tillögur skulu berast bæjarráði fyrir 15. nóvember n.k.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur í meginatriðum undir hugmyndir umhverfisnefndar. Nefndin leggur til að leitað verði eftir samkomulagi við eigendur matvöruverslana í bænum um að grenndarstöðvum verði valinn staður á lóðum verslananna. Lögð verði áhersla á samræmt útlit og snyrtilegan frágang í alla staði.

 

7.

Vesturgata 125, viðbygging

 

Mál nr. SB060067

 

180457-3489 Þórólfur Halldórsson, Seljalandsvegur 67, 400 Ísafjörður

190960-6339 Ólöf Elfa Þrastar Smáradóttir, Seljalandsvegur 67, 400 Ísafjörður

Nýjir uppdrættir eigenda af útliti viðbyggingar lagðir fram.

Nefndin getur fallist á þá breytingu sem fylgdi erindinu.

Með breytingunni verður nýting lóðarinnar hærri en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir og verður umsækjandi því að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi.

 

8.

Lögheimili og skipulags- og byggingarlög, óheimil skráning lögheimilis í frístundabyggð

 

Mál nr. SB060106

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 27. okt. 2006 þar sem bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að gera drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð vegna bréfs félagsmálanefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög, 220. mál.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.17:45

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00