Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
17. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 11. desember 2006 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Bergþór Helgason Helga Jónsdóttir Björn Guðmundsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulag - endurskoðun |
|
Mál nr. SU050069 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim vandamálum sem komið hafa upp í tengslum við afgreiðslu skipulagstillögunnar, en sýnd lóðamörk reyndust ekki vera á réttum stað miðað við gildandi lóðasamninga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lóðamörk í fyrirliggjandi tillögu verði leiðrétt til samræmis við gildandi lóðasamninga en byggingareitir verði óbreyttir.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með framangreindum leiðréttingum.
Fyrir liggur að allir lóðahafar á svæðinu hafa fallist á framangreinda málsmeðferð.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00