Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

23. fundur 20. febrúar 2007 kl. 16:00 - 18:45

23. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 20. febrúar 2007 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundssonformaður

Hrafnkell Á Proppé

Magnús Guðmundsson

Bergþór Helgason

Helga Jónsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðssonbyggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

Skipulagsmál

1.

Hreinsi- og dælustöðvar, lóðir

 

Mál nr. SB060014

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Fulltrúar OR kynntu hugmyndir að staðsetningu dælu- og hreinsistöðva.

Stefnt er að því að halda opinn kynningarfund 1. mars n.k.

 

2.

Merkurteigur 1, stækkun lóðar

 

Mál nr. SB060159

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 22. desember 2006 þar sem beiðni Gissurar Bjarnasonar um að stækka lóðina er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Við nánari skoðun kom í ljós að ekki er þörf á deiliskipulagsbreytingu og leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að umsækjanda verði leigður umræddur lóðarbútur.

 

3.

Laugarbraut 6, Vesturgata 25 og 53, nýting lóða

 

Mál nr. SB070026

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjóra Gísla S. Einarssonar dags. 24. janúar 2007 þar sem hann óskar eftir tillögum frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarnefnd um notkun lóðanna Laugarbraut 6 og Vesturgötu 25 og 53.

Málin rædd, afgreiðslu frestað.

 

4.

Ægisbraut 17 - Ægisbraut, geymsluhús

 

Mál nr. SU060016

 

650897-2859 Steðji ehf, Vogabraut 28, 300 Akranesi

Bréf Guðjóns H. Guðmundssonar dags. 12. febrúar 2007 f.h. hönd Steðja ehf. þar sem hann óskar eftir að fá  deiliskipulagi lóðarinnar Ægisbraut 17 breytt í þeirri skipulagsvinnu sem nú fer fram þannig að hann fái að byggja skemmu á lóðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Áætluð stærð skemmunnar er 6 x 14 m, hún yrði með einhalla þaki og hámarkshæð yrði  4 metrar.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að skipulagsuppdráttur Ægisbrautar liggur fyrir og er til afgreiðslu á þessum fundi. Umsækjandi þarf því að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi.

 

5.

Ægisbraut, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Deiliskipulagsbreyting vegna uppbyggingar dælu- og hreinsistöðva Orkuveitu Reykjavíkur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt og auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

6.

Skógarhverfi, deiliskipulag - 2. áfangi

 

Mál nr. SU060019

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Götunöfn.

Nefndin ákvað að ending götunafna í 2. áfanga Skógahverfis verði  -lundur.

 

7.

Faxabraut 1-9, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070030

 

530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Erindi Vignis Albertssonar skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna dags. 9. febrúar 2007 þar sem hann óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við Faxabraut 1-9 skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og auglýst skv. 1.mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

8.

Dælustöð OR Innnesvegi - Sólmundarhöfði, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070033

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Breyting á deiliskipulagi vegna byggingar dælustöðvar OR við Innnesveg.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði

samþykkt og auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00