Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
27. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 2. apríl 2007 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Sæmundur Víglundsson formaður Magnús Guðmundsson Bergþór Helgason Helga Jónsdóttir Björn Guðmundsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
BYGGINGARMÁL
1. |
Eikarskógar 11, nýtt einbýlishús |
(001.637.06) |
Mál nr. SB070067 |
140857-2469 Gissur Bachmann Bjarnason, Merkurteigur 1, 300 Akranesi
Umsókn Björn Guðmunds Þorsteinssonar kt: 110158-5995 f.h. Gissurar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Þráins Ragnarssonar verkfræðings.
Stærðir húss 149,9 m2 - 475,4 m3
Bílgeymsla 51,9 m2 - 193,1 m3
Gjöld kr.: 2.877.032 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 19.03.2007
2. |
Seljuskógar 6, nýtt 2. hæða parhús með bílgeymslu |
(001.637.15) |
Mál nr. SB070070 |
210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi ll, 301 Akranes
Umsókn Lárusar Einarssonar kt. 210949-7719 um heimild til þess að reisa 2. hæða parhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Kjartans Ólafar Sigurðssonar byggingafræðings.
Stærð húss 158,9 m2 - 388,0 m3
bílgeymsla 23,4 m2 - 63,6 m3
Gjöld kr.: 2.400.590,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.03.2007
3. |
Seljuskógar 8, nýtt 2. hæða parhús með bílgeymslu |
(001.637.16) |
Mál nr. SB070071 |
210949-7719 Lárus Einarsson, Ósi ll, 301 Akranes
Umsókn Lárusar Einarssonar kt. 210949-7719 um heimild til þess að reisa 2. hæða parhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Kjartans Ólafar Sigurðssonar byggingafræðings.
Stærð húss 158,9 m2 - 388,0 m3
bílgeymsla 23,4 m2 - 63,6 m3
Gjöld kr.: 2.400.590,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.03.2007
4. |
Hafnarbraut 16G, iðnaðarhús |
(000.954.03) |
Mál nr. SB070008 |
460502-4110 Logi Jóhannsson ehf, Suðurgötu 38, 300 Akranesi
Umsókn Loga Jóhannssonar um heimild til þess að afturkalla byggingarframkvæmdir og leyfi að viðbyggingu við matshluta 08
Stærðir : 100,0m2 og 405m3
Gjöld kr.: - 1.526.342,- bakfærist
Gjöld: kr.: 7.142,--
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.03.2007
5. |
Birkiskógar 3, nýtt einbýlishús |
(001.635.23) |
Mál nr. SB070069 |
171172-4549 Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, Einigrund 7, 300 Akranesi
Umsókn Birnu Guðmundsdóttir kt: 190783-3839 f.h. Sveinbjörns um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Kjartans Sigurbjartssonar byggingarfræðings.
Stærðir húss 195,7 m2 - 689,9 m3
Bílgeymsla 41,0 m2 - 129,4 m3
Gjöld kr.: 3.435.523 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.03.2007
6. |
Höfðabraut 8, breyting innan húss |
(000.683.04) |
Mál nr. SB070072 |
580269-1929 Heilbrigðisstofnunin Akranesi, Merkigerði 9, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna Þóroddssonar tæknifræðings f.h. Heilbrigðisstofnunnar Akraness um innbyrðis breytingar á íbúð 0201 samkvæmt aðaluppdrætti Bjarna Þóroddssonar tæknifræðing.
Gjöld: kr. 7.142,--
Samþykkt af byggingafulltrúa þann 27.03.2007
7. |
Seljuskógar 16, nýtt einbýlishús |
(001.637.20) |
Mál nr. SB070073 |
180172-3789 Jens Viktor Kristjánsson, Leirubakki 2, 109 Reykjavík
Umsókn Jens Viktors um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Arnars Þ. Halldórssonar Arkitekts.
Stærðir húss 197,5 m2 - 745,9 m3
Bílgeymsla 34,7 m2 - 151,7 m3
Gjöld kr.: 3.414.626 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.03.2007
8. |
Hafnarbraut 16D, iðnaðarhús |
(000.954.03) |
Mál nr. SB070009 |
510302-3380 Felix-útgerð ehf, Esjubraut 10, 300 Akranesi
Umsókn Matthíasar Harðarsonarnar kt. 140461-3189 f.h. Felix ehf um heimild til þess að áður samþykkt bygging skráist sem viðbygging, og að hefja byggingarframkvæmdir að viðbyggingu við matshluta 03 svæði D samkvæmt fyrirliggjandi uppdráttum. Eldri reikningar bakfærist
Stærðir : 100,0m2 og 405m3
Gjöld kr.: 1.166.436,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.03.2007 í samráði við sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
9. |
Bjarkargrund 18, Stækkun, sólstofa |
(001.951.09) |
Mál nr. SB060114 |
150169-3219 Jónína Halla Víglundsdóttir, Bjarkargrund 18, 300 Akranesi
Umsókn Haraldar Ingólfssonar kt: 100870-4539 fyrir hönd Jónínu H. Víglundsdóttur um afturköllun á byggingarleyfis að stækkun eldhús og byggja við húsið, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar tæknifræðings.
Stærðir stækkunar hússins voru 10,9 m2 - 30,2 m3
Áður gerðir reikningar bakfærast.
Gjöld kr.: 7.142 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.03.2007
10. |
Salernis og baðaðstaða við Langasand, Stöðuleyfi fyrir sturtu og salernisaðstöðu |
|
Mál nr. SB070074 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Kristjáns Gunnarssonar kt: 140649-2607 f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að setja niður sturtu- og salernisaðstöðu í sérútbúnum gám innfelldum í bakkann ofan við núverandi útisturtur á Langasandi samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld: kr. 0,0 ,--
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.03. 2007
11. |
Tjaldsvæðið við Kalmansvík, salernis og baðaðstaða |
|
Mál nr. SB070075 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Kristjáns Gunnarssonar kt: 140649-2607 f.h. Akraneskaupstaðar um heimild til að setja niður sturtu- og salernisaðstöðu í sérútbúnum gám við núverandi hús tjaldsvæðisins samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Sótt er um stöðuleyfi frá 15.03.2007 - 15.10.2009
Gjöld: kr. 0,0 ,--
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.03.2007
12. |
Birkiskógar 6, nýtt einbýlishús. |
(001.635.08) |
Mál nr. SB060102 |
170576-5009 Viðar Steinn Árnason, Brúarflöt 2, 300 Akranesi
Umsókn Viðar S. Árnasonar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sigurðar Þórissonar arkitekts.
Stærðir íbúðar 206,2 m2 - 579,8 m3
Bílgeymsla 28,2 m2 - 78,1 m3
Gjöld kr.: 3.488.392,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.03.2007
13. |
Hlynskógar 6, nýtt einbýlishús |
(001.635.17) |
Mál nr. SB070068 |
191272-4719 Hallgrímur Guðmundsson, Vesturgata 131, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt: 150550-4759 arkitekt f.h. Hallgríms Guðmundssonar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Magnúsar arkitekts.
Meðfylgjandi er yfirlýsing lóðarhafa um kostnað sem hann tekur á sig vegna breytinga OR á dreifikerfi að inntökum hússins.
Stærðir íbúðar 196,8 m2 - 680,4 m3
Bílgeymsla 46,7 m2 - 188,3 m3
Gjöld kr.: 3.492.441 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.03.2007
14. |
Skólabraut 27, utanhúsklæðning |
(000.867.10) |
Mál nr. SB070076 |
180254-5449 Steinn Mar Helgason, Reynigrund 34, 300 Akranesi
271155-7869 Ómar Bergmann Lárusson, Skólabraut 27, 300 Akranesi
Umsókn Steins Helgasonar um heimild til að klæða húseignina með standandi bárustálklæðningu og Steniklæðningu að neðan að hluta samkvæmt meðfylgjandi verklýsingu Sæmundar Víglundssonar tæknifræðings um festingar.
Gjöld: 7.142,-- kr.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22.03.2007
Sæmundur Víglundsson vék af fundi.
15. |
Esjubraut 28, viðbygging |
(000.571.04) |
Mál nr. SB070077 |
181168-3749 Kristján O Baldvinsson, Esjubraut 28, 300 Akranesi
220567-3979 Karen Emilía Jónsdóttir, Esjubraut 28, 300 Akranesi
Umsókn Kristjáns Baldvinssonar og Karen E. Jónsdóttur um stækkun á íbúðinni og innbyrðis breytingar samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Eignin er í óskipulögðu hverfi og hefur stækkunin verið grenndarkynnt og samþykkt frá skipulagsnefnd og bæjarstjórn.
Gjöld: kr. 371.391,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 29.03.2007
Helga Jónsdóttir vék af fundi.
SKIPULAGSMÁL
16. |
Leynislækur, byggingarsvæði |
|
Mál nr. SB070078 |
681096-2219 Neshjúpur ehf, Borgarbyggð, Ásklifi 4a, 340 Stykkishólmi
Bréf bæjarráðs dags. 16. mars 2007 þar sem óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar á umsókn Neshjúps ehf. á byggingarlandi sem liggur á milli Leynisbrautar og Víðigrundar.
Samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi fyrir Akraneskaupstað er umrætt svæði ekki ætlað til bygginga. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.
17. |
Kirkjubraut 46, Tryggvaskáli - Arnardalsreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070079 |
261238-2689 Einar Jón Ólafsson, Skagabraut 11, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts í umboði Einars J. Ólafssonar dags. 30.mars 2007 þar sem óskað er eftir stækkun á íbúðarhúsi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir lóðarhöfum við Skagabraut 5, 7, 9-11, Kirkjubraut 40 og 48.
18. |
Seljuskógar 14, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070080 |
290772-4279 Sigurður Unnar Sigurðsson, Skarð, 801 Selfoss
Umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar þar sem hann óskar eftir að fá að dýpka byggingareit um 50 cm til suðurs skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir lóðarhöfum við Seljuskóga 12 og 16 og Eikarskógum 7, 9 og 11.
19. |
Vallholt 5, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU060003 |
670503-2320 Guðmundur Egill Ragnarsson ehf, Jörundarholti 42, 300 Akranesi
670503-2080 Ragnar Gunnarsson ehf, Leynisbraut 41, 300 Akranesi
Bréf Sveins Guðmundssonar f.h. Guðmundar Egils Ragnarssonar og Ragnars Gunnarssonar dags. 22. mars 2007 þar sem hann óskar eftir að fá að breyta lóðinni við Vallholt 5 úr iðnaðarlóð í íbúðasvæði fyrir fjölbýlishús á 3-4 hæðum með "penthouse" á efstu hæð með stórum svölum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara.
20. |
Æðaroddi, endurskoðun deiliskipulags |
|
Mál nr. SB070083 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skoða þarf hvort núgildandi skipulag þarfnast endurskoðunar.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að deiliskipulag Æðarodda verði endurskoðað til að bregðast við breyttum kröfum og áherslum. Lagt er til að formaður ræði við hönnuð þess deiliskipulags sem í gildi er til að taka verkefnið að sér. Nefndin leggur áherslu á að breyting skipulags verði unnin í samráði við húseigendafélag á svæðinu.
21. |
Æðaroddi 36, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070081 |
070160-2859 Jón Árnason, Ásabraut 19, 300 Akranesi
Fyrirspurn Jóns Árnasonar dags. 22.3.2007 þar sem hann óskar eftir áliti nefndarinnar á að hann byggi reiðskemmu við hesthús á lóð nr. 36 eða hvort slík lóð á Æðaroddasvæðinu sé til.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar í bókun í lið 20.
22. |
Skógahverfi, deiliskipulag - 2. áfangi |
|
Mál nr. SU060019 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Nefndin ákvað að ending götunafna í 2. áfanga Skógahverfis verði -lundur.
Ræddar voru tillögur að nöfnum og sviðsstjóra falið að koma með tillögu á næsta fund.
23. |
Birkiskógar 4, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070082 |
281273-3969 Steinunn Kristín Pétursdóttir, Merkurteigur 10, 300 Akranesi
Beiðni lóðarhafa um dýpkun á byggingareit um 1 meter skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lóðarhafar við Birkiskóga 2 og 6 samþykkja breytinguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
24. |
Þjóðbraut 1 - Dalbraut - Þjóðbraut, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070007 |
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Nýir uppdrættir af hækkun húss og tilfærslu vegna lagna lagðir fram.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Nefndin bendir á að auk hækkunar hússins við Þjóðbraut 1 um tvær hæðir er byggingarreit á Þjóðbraut 5 og 7 breytt og hliðrað vegna lagnaleiða milli Þjóðbrautar og Dalbrautar.
25. |
Vogabraut 5, deiliskipulagsbreyting |
(000.564.02) |
Mál nr. SB060111 |
681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi
Bréf með athugasemdum sem bárust bæjarstjórn frá íbúum við Heiðarbraut 63.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eftirfarandi bókun vegna bréfs eigenda Heiðarbrautar 63:
Í texta deiliskipulagsbreytingarinnar er beinlínis greint frá því að um sé að ræða húsnæði fyrir tréiðnaðardeild. Umræddir aðilar vissu það enda laut athugasemd þeirra við breytinguna einkum að því. Þá var einnig fjallað um þessa starfsemi í öðrum athugasemdum sem bárust við kynninguna tillögunnar þannig að það virðist ekki hafa farið framhjá neinum sem gerðu athugasemdir að um væri að ræða húsnæði fyrir tréiðnaðardeild. Vart er því hægt að taka undir að illa hafi verið gerð grein fyrir þessu í kynningargögnum ef öllum athugasemdaaðilum var þetta ljóst.
Nefndin vill árétta að með skipulagsbreytingunni er ekki verið að breyta fyrirhugaðri starfsemi í húsinu og því ekki verið að kynna breytingu á því heldur eingöngu færslu og breytingu á byggingarreitnum. Íbúar máttu því alltaf gera ráð fyrir þessari starfsemi í húsinu. Á því er engin breyting.
Hvað varðar smíði sumarhúsa á skólalóðinni þá er það í raun ekki skipulagsákvörðun að öðru leyti en því hvað varðar landnotkun lóðarinnar sem fjölbrautaskólalóðar þar sem m.a. fer fram verknám, en eins og áður er rakið lítur breytingin ekki að því.
26. |
Skipulagsdagur 2007 ? Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og umhverfismat. |
(000.564.02) |
Mál nr. SB060111 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulagsdagur 2007 ? Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og umhverfismat, kynning á dagskrá Skipulagsdags á Akureyri 12-13 apríl n.k.
Skipulags og byggingarnefnd leggur til að a.m.k. 2 fulltrúar fari fyrir hönd nefndarinnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00