Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

31. fundur 21. maí 2007 kl. 16:00 - 19:00

31. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 21. maí 2007 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson formaður

Hrafnkell Á Proppé

Bergþór Helgason

Helga Jónsdóttir

Guðmundur Páll Jónsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs.

Runólfur Þór Sigurðssonbyggingarfulltrúi.

Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

 

1.

Smiðjuvellir 32, breytt fyrirkomulag á lóð og innanhús

(000.541.08)

Mál nr. SB070110

 

430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík

Nýir aðaluppdrættir með breytingum á lóð og breytingum innanhúss.  Ásamt framlagðri brunahönnunarskýrslu hússins. Hönnuður Ríkharður Oddsson byggingarfræðingur.

Samþykkt og staðfest af byggingarfulltrúa þann 10.05.2007

 

2.

Eikarskógar 12, nýtt einbýlishús

(001.636.25)

Mál nr. SB070095

 

151231-4039 Janus Bragi Sigurbjörnsson, Ásabraut 10, 300 Akranesi

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar  f.h. Janusar Braga Sigurbjörnssonar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt  meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar  arkitekts.

Meðfylgjandi er yfirlýsing lóðarhafa um kostnað  sem hann tekur á sig vegna breytinga OR  við dreifikerfi á inntökum hússins.

Stærðir húss 168,0 m2 - 532,8 m3

Bílgeymsla      31,6 m2 -    99,5  m3

Gjöld kr.: 2.997.551 ,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.05.2007

 

3.

Húsverndunarsjóður 2007, meðmæli um styrkúthlutanir úr Húsverndunarsjóði.

 

Mál nr. SB070086

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Umsóknir um styrki úr Húsverndunarsjóði frá eftirtöldum aðilum lagðar fram ásamt umsögn forstöðumanns byggðasafns Akraness og nærsveita.

1.   Mánabraut 9, Hallveig Skúladóttir.

2.   Bakkatún 22, Sigríður Hjartardóttir.

3.   Presthúsabraut 28, Jónas B Guðmarsson og Sigurborg Þórsdóttir.

4.   Skagabraut 41, Unnur Leifsdóttir.

5.   Vesturgata 24, María Þ. Friðriksdóttir.

6.   Vesturgata 41, Kristinn Pétursson og Hildur Björnsdóttir.

7.   Vesturgata 46, Guðmundur Már Þórisson og María Edda Sverrisdóttir.

8.   Háteigur 2 (Minni borg), Indíana Unnarsdóttir og Sigurður Már Gunnarsson.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn verði veittur eigendum að Háteig 2, þeim Indíönu Unnarsdóttur og Sigurði Má Gunnarssyni að upphæð kr. 500.000,-

Einnig eiganda Mánabrautar 9, Hallveigu Skúladóttur styrk að upphæð kr. 500.000,-

 

4.

Seljuskógar 1, nýtt raðhús

(001.637.30)

Mál nr. SB070092

 

610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi

Umsókn Þráins Gíslasonar  f.h. Trésmiðju Þráins  E. Gíslsonar  sf. um heimild til þess að reisa raðhús úr timbri klætt flísum með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Paulsen, byggingarfræðings.

Stærð húss:                  104,3 m2  -  373,4 m3

Bílgeymsla:                     44,3 m2  -   155,1 m3

Gjöld kr.:  2.102.466,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.05.2007

 

5.

Seljuskógar 3, nýtt raðhús

(001.637.29)

Mál nr. SB070093

 

610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi

Umsókn Þráins Gíslasonar  f.h. Trésmiðju Þráins  E. Gíslasonar  sf. um heimild til þess að reisa raðhús með innbyggðri bílgeymslu úr timbri klætt flísum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Paulsen, byggingarfræðings.

Stærð húss:       103,1 m2  -  377,1 m3

Bílgeymsla:          44,3 m2  -   155,1 m3

Gjöld kr.:  2.101.770,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.05.2007

 

6.

Seljuskógar 5, nýtt raðhús

(001.637.28)

Mál nr. SB070094

 

610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslas sf, Hafnarbraut 8, 300 Akranesi

Umsókn Þráins Gíslasonar  f.h. Trésmiðju Þráins  E. Gíslasonar  sf. um heimild til þess að reisa raðhús með innbyggðri bílgeymslu úr timbri klætt flísum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Paulsen  byggingarfræðings.

Stærð húss:                   104,3 m2  -  373,4 m3

Bílgeymsla:                      45,5 m2  -   159,1 m3

Gjöld kr.:  2.102.466,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.05.2007

 

7.

Flóahverfi, deiliskipulag

 

Mál nr. SU060023

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttirarkitekt mætir á fundinn.

Ólöf Guðný fór yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu í samræmi við fram komnar ábendingar á síðasta fundi.

 

8.

Krókatún - Deildartún, deiliskipulag

 

Mál nr. SB070111

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ólöf Guðný Valdimarsdóttirarkitekt mætir á fundinn.

Ólöfu Guðnýju falið að kanna nýtingu svæðisins á horni Vesturgötu og Krókatúns.

 

9.

Espigrund,  bílaumferð

 

Mál nr. SB070109

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf íbúa við Espigrund dags. 7.5.2007 vegna bílaumferðar í götunni.

Ekki er gert ráð fyrir annarri aðkomu akandi umferðar að leikskólanum að Garðaseli en frá Lerkigrund.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til, að því verði beint til foreldra barna í leikskólanum Garðaseli, að þeir aki ekki  um Espigrund á leið til og frá leikskólanum, þar sem það skapar bæði óþægindi og hættu vegna aðstæðna.

 

10.

Ketilsflöt, sjálfsafgreiðslustöð

 

Mál nr. SB070107

 

590602-3610 Atlantsolía ehf, Vesturvör 29, 200 Kópavogur

Bréf Atlantsolíu ehf. dags. 2. maí 2007 þar sem óskað er eftir að fá að staðsetja sjálfsafgreiðslustöð við gatnamótin á Ketilsflöt og Asparskógum. Svæðið er í dag skilgreint sem íbúðasvæði og óskað er eftir viðeigandi skipulagsbreytingu til þess að opna fyrir þennan möguleika.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki orðið  við erindinu.

 

11.

Faxabraut 1-9, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070030

 

530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Erindi Vignis Albertssonar skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi við Faxabraut 1-9.

Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

12.

Ásar golfvöllur 131201, áfengisleyfi

(001.744.03)

Mál nr. SB070112

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarritara dags. 10. maí 2007 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Maríu Guðrúnu Nolan, kt. 030179-4049  f.h. Nolan ehf. kt. 660505-1640 /19. Holan í Golfskálanum á Akranesi.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

 

Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra.

 

13.

Seljuskógar 14, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070080

 

290772-4279 Sigurður Unnar Sigurðsson, Skarð, 801 Selfoss

Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

 

14.

Innsti-Vogur, lögbýli

 

Mál nr. SB070113

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 11. maí 2007 þar sem óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar á bréfi Ármanns Gunnarssonar á sumardaginn fyrsta 2007 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjaryfirvalda vegna umsóknar um lögbýlisrétt á landi úr landi Innsta-Vogs.

Erindinu frestað til næsta fundar.

 

15.

Smiðjuvellir 11,13 og 15, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070114

 

480794-2069 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf, Dalbraut 6, 300 Akranesi

Beiðni Ómars Péturssonar byggingarfræðings BFÍ f.h. Bifreiðastöðvar Þórðar Þórðarsonar ehf. um að sameina lóð númer 11 við Smiðjuvelli við lóð Smiðjuvalla 13-15 og gera úr því eina lóð sem fengi númerið 15.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Skipulagið verði grenndarkynnt húseigendum við Smiðjuvelli 9, 17, 24 og 28.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00