Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
34. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 23. júlí 2007 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Sæmundur Víglundsson FORMAÐUR Hrafnkell Á Proppé Magnús Guðmundsson Bergþór Helgason Helga Jónsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
Byggingarmál
1. |
Hlynskógar 9, nýtt einbýlishús |
(001.634.06) |
Mál nr. SB060156 |
040579-5249 Steingrímur Már Jónsson, Efstasund 33, 104 Reykjavík
Umsókn Elíasar H. Ólafssonar kt. 160769-3439 f.h. Steingríms M. Jónssonar um heimild til þess að reisa einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ásmundar Jóhannssonar arkitekts.
Stærðir húss 182,6 m2 - 653,7 m3
Bílgeymsla 37,7 m2 - 136,9 m3
Gjöld kr.: 3.243.554 ,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.06.2007
2. |
meistararéttindi, Múrarameistari |
|
Mál nr. SB070138 |
011046-3559 Ingvar Ásgeir Isebarn, Þykkvibær 6, 110 Reykjavík
Umsókn Ingvar Ásgeirs Ingólfssonar um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgða á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akranes sem múrarameistari.
Meðfylgjandi:
Meistarabréf útgefið 30/08/1971
Afrit af múrarameistaraleyfum honum til handa frá byggingarfulltrúa Reykjavíkur.
Gjöld: 7.181,-kr
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.06.2007
3. |
Stillholt 16-18, ný hurð á götuhlið |
(000.821.03) |
Mál nr. SB070139 |
660603-3520 Stillholt 16 ehf, Borgartúni 20, 101 Reykjavík
Umsókn Stillholts 16 ehf um heimild til að setja verslunarhurð á húsið þar sem áður var vöruhurð við götuhlið, samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Ormars Þór Guðmundssonar arkitekts.
Gjöld: 7.181.,-- kr.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.06.2007
4. |
Háholt 22, enduruppbygging á bílgeymslu |
(000.824.03) |
Mál nr. SB070142 |
030643-3999 Gunnar Konráðsson, Garðavegur 13, 530 Hvammstangi
230647-2169 Agnes Magnúsdóttir, Garðavegur 13, 530 Hvammstangi
Umsókn Berglindar Gunnarsdóttur kt: 210872-5239 f.h. Gunnars og Agnesar um að rífa núverandi bílgeymslu og enduruppbyggja bílskúr á lóðinn samkvæmt aðaluppdráttum Bjarna Þ. Einarssonar byggingatæknifræðings. Stærðir m2 og m3 er það sama.
Gjöld: 7.194,--kr
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.07.2007
5. |
Kirkjubraut 50, trjáfellingar og skilti |
(000.841.03) |
Mál nr. SB070140 |
650299-2649 Lyf og heilsa hf, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Fyrirspurn Ingu L. Hauksdóttur f.h. Lyf og heilsu ehf um uppsetningu á leiðbeiningarskilti. Einnig um niðurfellingu trjáa sem skyggir á sýn að apóteki frá Kirkjubraut.
Meðfylgjandi eru ljósmyndir með innsetningu skilta og sýnir hvaða tré er óskað eftir fjarlægja.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar beiðninni á grundvelli samþykktar Akraneskaupstaðar um auglýsingaskilti.
6. |
Viðjuskógar 7, nýtt einbýlishús |
(001.634.31) |
Mál nr. SB070145 |
240479-3709 Þórður Guðlaugsson, Garðabraut 8, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar Ólafssonar arkitekts f.h. Þórðar um að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni samkv. aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærðir:
Íbúð: 172,4 m2 og 638,3 m3
Bílgeymsla: 39,2 m2og 170,4 m3
Gjöld : kr. 3.694.309,
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 19.07.2007
Skipulagsmál
7. |
Vesturgata 83, Viðbygging |
(000.731.05) |
Mál nr. SB070143 |
180782-3629 Ólafur Lárus Gylfason, Miðhús, 311 Borgarnes
051183-2829 Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Kirkjubraut 58, 300 Akranesi
Umsókn Ólafar og Sigríðar um að stækka neðri hæð hússins samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttarteikningum Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings.
Eignin er í óskipulögðu hverfi.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði kynnt skv. 43. gr. fyrir íbúum við Vesturgötu 81 og 85.
8. |
Vallholt 5, Fyrirspurn |
(000.551.03) |
Mál nr. SB070144 |
600601-2960 Handverksmenn ehf, Hofsvallagötu 20, 101 Reykjavík
Fyrirspurn Handverksmanna ehf um hvort heimild fáist fyrir fyrirhuguðu húsi samkvæmt meðfylgjandi rissi. Einnig hvert nýtingarhlutfallið megi hæst vera á lóðinni sé gerð þarna íbúðarhúsalóð.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi er viðkomandi lóð skilgreind sem athafnasvæði. Nefndin telur koma til greina að endurskoða núverandi skipulag og landnýtingu. Slík breyting þarf að taka mið af núverandi götumynd Vesturgötu og að nýtingarhlutfalli verði stillt í hóf.
9. |
Smiðjuvellir 4, sameining lóða |
|
Mál nr. SB070141 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bæjarráð vísar erindi Vignis Jónssonar ehf. um að sameina formlega lóð á horni Esjubrautar og Þjóðbrautar við lóðina á Smiðjuvöllum 4 til nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé tímabært að sameina viðkomandi lóðir m.a. vegna þess að ekki liggja fyrir áform bréfritara um byggingu á lóðinni á horni Esjubrautar og Þjóðbrautar. Einnig bendir nefndin á að skoða þarf vel nýtingu þessarar lóðar í samræmi við að svæðið er í hraðri breytingu úr iðnaðarsvæði í þjónustu- og miðbæjarsvæði.
10. |
Smiðjuvellir 32, innkeyrsla |
|
Mál nr. SB060085 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
430590-1549 Sveinbjörn Sigurðsson ehf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Breytingin hefur verið auglýst og kynnt, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
11. |
Smiðjuvellir 11,13 og 15, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070114 |
480794-2069 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf, Dalbraut 6, 300 Akranesi
Beiðni Ómars Péturssonar byggingarfræðings BFÍ f.h. Bifreiðastöðvar Þórðar Þórðarsonar ehf. um að sameina lóð númer 11 við Smiðjuvelli við lóð Smiðjuvalla 13-15 og gera úr því eina lóð sem fengi númerið 15.
Breytingin var grenndarkynnt fyrir húseigendum við Smiðjuvelli 9, 17, 24 og 28.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
12. |
Flóahverfi, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU060023 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endanlegir uppdrættir lagðir fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagið verði auglýst skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er sviðsstjóra falið að koma smávægilegum lagfæringum á framfæri við hönnuð.
13. |
Deildartún 2, stækkun lóðar |
|
Mál nr. SB070146 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí 2007 þar sem erindi Sturlu Magnússonar um stækkun á lóð er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að erindið verði skoðað í tengslum við deiliskipulagsvinnu svæðisins sem nú stendur yfir.
14. |
Æðaroddi, deiliskipulag endurskoðað |
|
Mál nr. SB070147 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Deiliskipulagstillaga Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts kynnt og sviðsstjóra falið að koma athugasemdum sem ræddar voru á fundinum á framfæri.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00