Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
39. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 17. september 2007 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Sæmundur Víglundsson Magnús Guðmundsson Helga Jónsdóttir Bergþór Helgason Björn Guðmundsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi Guðný J Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
Byggingarmál
1. |
Viðjuskógar 3, nýtt einbýlishús |
(001.634.33) |
Mál nr. SB070167 |
061066-3819 Gylfi Sigurðsson, Urðarvegur 58, 400 Ísafjörður
Umsókn Gylfa um heimild til þess að reisa einbýlihús með innbyggðri bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sveins D.K Lyngmo byggingarfræðings.
Stærðir húss 183,8 m2 - 477,9 m3
bílgeymsla 55,0 m2 - 143,0 m3
Gjöld kr.: 4.068.093,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 04.09.2007
2. |
Smáraflöt 16, Garðhús |
(001.974.18) |
Mál nr. SB070166 |
121043-3519 Ófeigur Gestsson, Smáraflöt 16, 300 Akranesi
Umsókn Ófeigs um að staðsetja garðahús á lóðinni.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna vegna staðsetningar hússins á lóðinni.
Gjöld: 7.227,--kr
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 04.09.2007
Skipulagsmál
3. |
Hausthús, rammaskipulag |
|
Mál nr. SU050057 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Gylfi Guðjónsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn og kynntu frumdrög rammaskipulags Hausthúsa.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að við áframhaldandi vinnu við rammaskipulag Hausthúsahverfis verði þéttleiki byggðar 15 til 20 íb/ha og að hæð byggðar fari ekki yfir 4 hæðir.
Tölvubréf Soffíu Magnúsdóttur dags. 12. september 2007 lagt fram.
Skipulags- og byggingarnefnd upplýsir að mótun rammaskipulagsins sé það skammt á veg komin að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar en fram koma í þessari bókun.
4. |
Kirkjubraut, deiliskipulag |
|
Mál nr. SB060139 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ákveðið var að halda íbúafund mánudaginn 24. september 2007 kl. 20.00.
5. |
Hótel/golfvöllur, aðalskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070066 |
200263-2199 Guðmundur Egill Ragnarsson, Jörundarholt 42, 300 Akranesi
030163-3899 Guðjón Theódórsson, Heiðarbraut 55, 300 Akranesi
200373-5109 Ragnar Már Ragnarsson, Skógarflöt 17, 300 Akranesi
Nýr uppdráttur lagður fram þar sem búið er að breyta lagagrein skv. bréfi Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum en þó samhliða nýju deiliskipulagi.
6. |
Hótel við Garðavöll, deiliskipulag |
|
Mál nr. SB060063 |
200263-2199 Guðmundur Egill Ragnarsson, Jörundarholt 42, 300 Akranesi
030163-3899 Guðjón Theódórsson, Heiðarbraut 55, 300 Akranesi
200373-5109 Ragnar Már Ragnarsson, Skógarflöt 17, 300 Akranesi
Ný tillaga af deiliskipulagi reits undir hótel lögð fram.
Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.
7. |
Dreifistöð, Fyrirspurn OR um dreifistöð við Sólmundarhöfða |
|
Mál nr. SB070161 |
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Ósk um nýja staðsetningu á dreifistöð við Sólmundarhöfða vegna nýrra upplýsinga um legu lagna.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að OR leggi fram breytingu á deiliskipulagi skv. tillögu 1.
8. |
Skagabraut, bílastæði |
|
Mál nr. SB070168 |
110158-5219 Margrét Þorvaldsdóttir, Vesturgata 45, 300 Akranesi
Tölvubréf Margrétar Þorvaldsdóttur dags. 8. september 2007 þar sem hún bendir á ókosti við núverandi fyrirkomulag á bílalagningum við Skagabraut og bendir hún á aðrar leiðir sem hún telur betri.
Nefndin þakkar bréfritara ábendinguna og málið verður tekið til skoðunar.
9. |
Æðaroddi, deiliskipulag endurskoðað |
|
Mál nr. SB070147 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts lögð fram.
Sviðsstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri sem fram fór á fundinum.
10. |
Asparskógar 2,4,6,8 og 10, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070169 |
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Bréf Snorra Hjaltasonar ehf. dags. 6. september 2007 (móttekið 14. september 2007) þar sem óskað er eftir breytingum á byggingar magni á þessum lóðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00