Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

43. fundur 19. nóvember 2007 kl. 16:00 - 18:30

43. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 19. nóvember 2007 kl. 16:00.

________________________________________________________________________________________________________

 

Mætt á fundi:           

Sæmundur Víglundsson  formaður

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Bergþór Helgason

Björn Guðmundsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

_______________________________________________________________________________________________________________________

 

 

Byggingarmál

 

1.

Meistararéttindi, Pípulagningarmeistari

 

Mál nr. SB070197

 

050251-4039 Sigurður U Kristjánsson, Birkihvammur 3, 200 Kópavogur

Umsókn Rafnkels Kr. Guttormssonar f.h. Sigurðar Ú. Kristjánssonar um heimild til þess að hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum innan lögsagnarumdæmis Akraness sem Pípulagningameistari.

Meðfylgjandi:  Sveinsbréf, útgefið 20.06. 1975

Meðfylgjandi:  Meistarabréf, útgefið 11.12. 1978

Meðfylgjandi ferilskrá frá byggingarfulltrúa Kópavogs.

Gjöld: 9.133,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 06.11.2007

 

 

2.

Esjubraut 33, Enduruppbygging og stækkun bílgeymslu og stækkun íbúðar

(000.524.05)

Mál nr. SB070198

 

310548-2359 Jón Helgi Karlsson, Esjubraut 33, 300 Akranesi

Umsókn Jóns H. Karlsonar um heimild til að rífa núverandi bílgeymslu vegna skemmda og endurbyggja ásamt stækkun. Einnig er sótt um stækkun íbúðar og samtengingu við bílgeymslu, ásamt klæðningu alls hússins með Steni klæðningu og endurnýjun glugga eftir uppbyggingu húsa. Samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttarteikningum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings og verkfræðilýsingu Halldórs Stefánssonar byggingatæknifræðings um festingu útveggjaklæðningar. 

Gjöld: 509.505,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.11.2005

 

 

3.

Skólabraut 22, Skipting úr verslun í íbúð

(000.911.04)

Mál nr. SB070199

 

090756-7289 Ásta Alfreðsdóttir, Skólabraut 22, 300 Akranesi

Umsókn Ástu Alfreðsdóttur um að breyta verslunarrými á 1. hæð í íbúð og skrá sem tvær sjálfstæðar íbúðir. Einnig að staðsetja geymsluskúr á lóðinni.  Gerður verður eignaskiptasamningur um húseignirnar á lóðinni í framhaldi þessarar samþykktar.

Gjöld:   9.133,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.11.2007

 

Skipulagsmál

 

 

4.

Hausthús, rammaskipulag

 

Mál nr. SU050057

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýjar tillögur Kalmansvíkur ehf. kynntar.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tímabært sé að þau drög að deiliskipulagi á 7 ha. úr rammaskipulagi Hausthúsahverfis sem Kalmansvík ehf. hefur látið vinna verði kynnt bæjarstjórn, sem og drög að rammaskipulagi alls svæðisins sem er um 33 ha. Umrædd drög voru unnin í samráði við hönnuði rammaskipulagsins, þar sem tekið var tillit til ábendinga þeirra.

 

Bókun minnihluta nefndarinnar:

Við undirritaðir fulltrúar í skipulags- og byggingarnefnd Akraneskaupstaðar lýsum yfir áhyggjum vegna vinnu við nýtt skipulag fyrir Hausthúsahverfi á Akranesi. Við gerð skipulagsins er byggt á óljósu samstarf við fyrirtækið Kalmansvík ehf. sem bæjarstjóri hefur undirritað.
Fyrirtækið Kalmansvík ehf. hefur þegar lagt fram tillögu að skipulagi framangreinds svæðis í Skipulags- og byggingarnefnd. Svo virðist sem nefndinni sé ekki ætlað að vinna framangeint skipulag eins og venja er þ.e. að auglýsa fyrst skipulagstillögu sem almenningur getur gert athugasemdir við, taka síðan athugsemdir til umfjöllunar og senda málið að því loknu til bæjarstjórnar. Fulltrúar Kalmannsvíkur virðast fyrst ætla að fá skipulagsdrögin samþykkt hjá bæjarstjórn á grundvelli framangreinds samkomulags. Framangreind vinnubrögð vekja upp margar spurningar, ekki síst um fagmennsku í skipulagsferlinu og aðkomu almennings að því.

 

Magnús Guðmundsson sign

Björn Guðmundsson sign.

 

 

5.

Ægisbraut/Stillholt,, breyting á aðalskipulagi.

 

Mál nr. SB070052

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Tillagan var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samhliða deiliskipulagsbreytingu.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

 

6.

Ægisbraut/Stillholt, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samhliða aðalskipulagsbreytingu á svæðinu.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

 

 

7.

Skagabraut 17, fyrirspurn

 

Mál nr. SB070200

 

411076-0169 Fönn ehf, Skeifunni 11, 108 Reykjavík

Fyrirspurn Ara Guðmundssonar dags. 14. nóvember 2007 f.h. Fönn ehf. um hvernig skipulags- og byggingarnefnd litist á byggingaráform skv. meðf. bréfi.

Nefndin felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

 

 

8.

Garðabraut 2, umsögn

 

Mál nr. SB070202

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 5. nóvember 2007 þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar á mótmælum íbúa við Garðabraut 2 vegna fyrirhugaðs veitingareksturs í húsinu.

Skipulags- og byggingarnefnd átelur vinnubrögð sem í gangi eru í húsnæði á jarðhæð Garðabrautar 2. Þegar hafa farið fram framkvæmdir án leyfis byggingarfulltrúa s.s. niðurrif burðarveggja en þær hafa verið stöðvaðar.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið íbúa á Garðabraut 2 og telur veitingarekstur í þessari byggingu háðan ýmsum vandkvæðum s.s. samþykki meðeigenda o.fl.

 

 

9.

Samráðsnefnd vegna bæjar- og húsakönnunar á Akranesi

 

Mál nr. SB070203

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholt 16-18, 300 Akranesi

Tillaga formans skipulags- og byggingarnefndar um skipan í samráðsnefnd vegna bæjar- og húsakönnunar á Akranesi.

Tillaga að nefndarskipan:

Formaður skipulags- og byggingarnefndar

Fulltrúi frá minnihluta í bæjarstjórn

Byggðasafn ( Jón Allansson )

Fulltrúi frá menningarmála- og safnanefnd

Fulltrúi frá tækni- og umhverfissviði.

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00