Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
46. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 14. janúar 2008 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Bergþór Helgason formaður Magnús Guðmundsson Helga Jónsdóttir Guðmundur Magnússon Björn Guðmundsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi Guðný J.Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
Byggingarmál
1. |
Smiðjuvellir 17, stærðaraukning á húsi með milligólfi. |
(000.541.06) |
Mál nr. SB060055 |
630688-1249 Bílás ehf, Smiðjuvellir 17, 300 Akranesi
630688-1249 Bílás ehf, Þjóðbraut 1, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar Óskarssonar kt. 200252-3499 f.h. Bíláss ehf. um breytingu á áður samþykktum teikningum. Breytingin felst í að setja efri hæð í stóran hluta eignarrýma 0101 og 0103 , samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærðir í auknum fermetrum er 623,50 m2
Gjöld kr.: 5.724.066,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.01.2008
2. |
Skólabraut 25A, breyting á notkun |
|
Mál nr. SB080004 |
270466-5249 Ágústa Hjördís Friðriksdóttir, Jörundarholt 198, 300 Akranesi
080863-5009 Guðni Hannesson, Skólabraut 20, 300 Akranesi
Bréf lóðareigenda við Skólabraut 25A móttekið 7. janúar 2008 þar sem óskað er eftir að breyta notkun hússins úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að húsnæðinu verði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Tekið skal fram að leggja þarf fram teikningar sem uppfylla gildandi byggingarreglugerð.
Skipulagsmál
3. |
Kirkjubraut, deiliskipulag |
|
Mál nr. SB060139 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mættu á fundinn.
Árni og Hrund mættu á fundinn og gerðu grein fyrir gangi mála í vinnu skipulagsins.
4. |
Aðalskipulag, endurskoðun á forsendum |
|
Mál nr. SB070208 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson arkitekt og Hrund Skarphéðinsdóttir verkfræðingur mæta á fundinn.
Farið var yfir breyttar forsendur aðalskipulagsins.
Ráðgjöfum falið að koma með mat á áhrifum nýrrar íbúaspár.
5. |
Flóahverfi, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU060023 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulags- og byggingarnefnd felur sviðsstjóra að kanna hvort breytingar á mörkum iðnaðarsvæðisins skv. umræðum á fundinum sé hagkvæm og leggja niðurstöðuna fyrir nefndina svo fljótt sem auðið er.
6. |
Asparskógar 2, 4, 6, 8 og 10, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070169 |
700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Athugasemdafrestur rann út 20. desember 2007.
Engar athguasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
7. Sólmundarhöfði -Dreifistöð Fyrirspurn Or um dreifistöð Mál nr. SB070161
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Athugasemdir bárust frá íbúum í Grundahverfi.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að spennistöð er lítið en nauðsynlegt mannvirki sem mjög lítil áhrif mun hafa á útsýni eða skuggavarp á svæðinu, því getur nefndin ekki fallist á óskir íbúanna um að færa spennistöðina.
Nefndin leggur hins vegar til að gert verði ráð fyrir gróðurbelti á milli göngustígs og spennistöðvar til að koma til móts við ábendingu íbúanna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
8. |
Ægisbraut/Stillholt, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070034 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samhliða aðalskipulagsbreytingu á svæðinu.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
9. |
Æðaroddi, deiliskipulag endurskoðað |
|
Mál nr. SB070147 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Athugasemdafrestur rann út 9. janúar 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
10. |
Álfalundur 6-8, fyrirspurn |
|
Mál nr. SB080001 |
280164-7399 Baldur Ragnar Ólafsson, Esjubraut 19, 300 Akranesi
131179-4729 Birgir Guðmundsson, Safamýri 39, 108 Reykjavík
Bréf lóðahafa við Álfalund 6-8, dags. 3.12.2007 þar sem þeir óska eftir að fá að breyta skilmálum á lóðunum þannig að byggja megi parhús á einni hæð í stað tveggja.
Nefndin getur ekki orðið við erindinu.
11. |
Ketilsflöt, sjálfsafgreiðslustöð |
|
Mál nr. SB070107 |
590602-3610 Atlantsolía ehf, Vesturvör 29, 200 Kópavogur
Bréf bæjarráðs dags. 21. desember þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar vegna ítrekunar á umsókn fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Ketilsflöt.
Skipulags- og byggingarnefnd vill árétta að svæði sem Atlantsolía óskar eftir lóð á verður deiliskipulagt á árinu 2008. Nefndin hefur því á þessu stigi ekki forsendur til að taka faglega afstöðu til umsóknarinnar.
12. |
Langasandsbakkar, veitingastaður |
|
Mál nr. SB080002 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 4. janúar 2008 þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar á umsókn Gunnars L. Stefánssonar um að fá lóð á Jaðarsbökkum ofan við núverandi WC aðstöðu, undir veitingastað.
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á staðsetningu á veitingahúsi ofan við núverandi WC aðstöðu þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum.
Nefndin vísar að öðru leyti á nýlegt deiliskipulag af svæðinu sem gerir ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi þ.m.t. byggingarreit fyrir þjónustu og veitingahús.
13. |
Skipulagsstofnun, námskeið |
|
Mál nr. SB080003 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tilkynning um námskeið á vegum Skipulagsstofnunar sem vera á í Reykjavík 31. janúar og 1 febrúar lögð fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00