Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

54. fundur 14. apríl 2008 kl. 16:00 - 17:30

54. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 14. apríl 2008 kl. 16:00.

 

Mætt á fundi:           

Bergþór Helgason formaður

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Guðmundur Magnússon

Björn Guðmundsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Runólfur Þór Sigurðsson byggingarfulltrúi

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

Byggingarmál 

 

1.

Sólmundarhöfði 1, smádreifistöð OR

 

Mál nr. SB080043

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Umsókn Ágústs f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til að reisa spennistöðvarhús á lóðinni samkvæmt uppdráttum Ferdinand Alfreðssonar arkitekts

Stærð stöðvar:  5,0 m2  -  13,2 m3

Gjöld kr.:  239.638,-

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.04.2008

 

2.

Bjarkargrund 36, fyrirspurn vegna stækkunnar

(001.952.07)

Mál nr. SB080036

 

190847-4979 Ágúst Símonarson, Bjarkargrund 36, 300 Akranesi

Fyrirspyrn byggingarfulltrúa f.h. Ágústs Símonarsonar um hugsanlega stækkun bílgeymslu og gerð sólstofu við húsið samkvæmt meðfylgjandi tveimur tilllögum á rissi.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á breikkun byggingarreits í áttina að lóð nr. 38 við Bjarkargrund. Breikkun byggingarreits í átt að leikvelli kemur hins vegar til greina. Byggingarfulltrúa falið að ræða málið við bréfritara.

 

3.

Kirkjubraut 11, uppskipting eignar og viðbygging

(000.865.01)

Mál nr. SB080044

 

470390-1079 I.Á.-Hönnun ehf., Sóleyjargötu 14, 300 Akranesi

Umsókn Ingólfs Árnasonar f.h. IÁ-Hönnunar ehf. um heimild til að skipta húseigninni upp í tvær sjálfstæðar eignir, og loka anddyrisskýli  við aðalinngang samkvæmt aðaluppdráttum Þorsteins Haraldssonar byggingarfræðings.

Stækkun:  11,9m2 og 35,7m3

Gjöld: 624.699,-kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 09.04.2008

 

4.

Ægisbraut 27, stækkun á iðnaðarhúsi

(000.551.05)

Mál nr. SB070036

 

610202-3060 Kjarnafiskur ehf., Esjuvöllum 4, 300 Akranesi

Umsókn Barkar Jónssonar f.h. Kjarnafisks ehf. um stækkun á iðnaðarhúsi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum Lúðvíks D. Björnssonar tæknifræðings

Stækkun   50,6 m2  og 135,3m3

Gjöld : kr. 560.073,--

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.04.2007

 

Skipulagsmál

 

5.

Skólabraut 9 og Vesturgata 60, sameining lóða

 

Mál nr. SB080045

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tölvupóstur frá bæjarritara dags. 11. apríl 2008 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir Skólabrautar 9 og Vesturgötu 60. Ástæðan er fyrirhuguð gjöf Akraneskaupstaðar til Akraneskirkju á Gamla Iðnskólanum sem stendur á lóð Skólabrautar 9 en bílastæði við húsið eru á lóð Vesturgötu 60.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna.

Nefndin bendir á að vegna þessarar beiðni og annarra tengdra aðgerða á svæðinu er nauðsynlegt að láta endurskoða gildandi deiliskipulag og er sviðsstjóra falið að leita eftir ráðgjafa til að vinna verkið.

 

6.

Litbolti, íþróttasvæði

 

Mál nr. SB080046

 

101286-3719 Daníel Merlín Taroni, Suðurgata 36, 300 Akranesi

200287-3209 Robert Grzegorz Chylinski, Suðurgata 36, 300 Akranesi

Bréf Daníels Merlin og Roberts Chylinski dags. 8.4.2008  þar sem óskað er eftir íþróttasvæði undir "Litbolta".

Svæðið þarf að vera 100 x 100 metrar að stærð og það þarf að vera bílfært inná það.

Sviðsstjóri lagði fram tillögu um mögulega staðsetningu svæðis fyrir litbolta innan við Miðvogslæk. Um er að ræða spildu úr lóð við Þjóðveg 15

( landnúmer 131244 ). Nefndin getur fallist á tillögu sviðsstjóra og vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

 

7.

Ægisbraut 21, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SB070165

 

230460-2649 Sverrir Sigurðsson, Höfðabraut 50, 530 Hvammstangi

190285-2359 Þórhallur M Sverrisson, Höfðabraut 50, 530 Hvammstangi

Fyrirspurn Sverris Sigurðssonar og Þórhalls M Sverrissonar þar sem óskað er eftir að fá að gera breytingu á byggingarreit lóðarinnar við Ægisbraut 21 skv. meðf. uppdrætti.

Nefndin getur fallist á umbeðna breytingu enda verði breytingin grenndarkynnt.

Bréfritari þarf að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. 

 

8.

Vesturgata 64, niðurrif hússins

 

Mál nr. SB080047

 

410169-5849 Akraneskirkja, Skólabraut 15-17, 300 Akranesi

Bréf Indriða Valdimarssonar dags. 8. apríl 2008 f.h. sóknarnefndar Akraneskirkju þar sem hann óskar eftir því að fá að rífa húsið á lóð Vesturgötu 64.

Meðfylgjandi eru greinargerðir frá Guðmundi Lúther Hafsteinssyni arkitekt, Jóni Allanssyni forstöðumanni Byggðasafnsins að Görðum og einnig fundargerð Húsafriðunarnefndar frá 8. apríl 2008.

Skipulags-og byggingarnefnd leggst ekki gegn því að húsið Bjargarsteinn víki af lóðinni Vesturgötu 64. Nefndin beinir því hinsvegar til sóknarnefndar Akraness að kannað verði hvort flytja megi húsið á aðra lóð til endurgerðar.

 

9.

Vísun frá bæjarráði, ný frumvörp um byggingar- og skipulagsmál

 

Mál nr. SB080034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Ályktun um frumvarp til skipulagslaga, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram.

 

10.

Bakkatún 14, niðurrif á húsi

(000.752.14)

Mál nr. SB080042

 

200547-3819 Matthea Kristín Sturlaugsdóttir, Bakkatún 10, 300 Akranesi

Fyrirspurn byggingarfulltrúa á umsókn Mattheu K. Sturlaugsdóttur um að rífa húsið og fjarlægja. Suðurhluti hússins var byggt árið 1912. Húsið hefur gengið undir nafninu "Deild"  Húsið er alls 124,0m2

Búið er að leyta álits Guðmundar L. Hafsteinssonar sem vinnur að bæja- og húsakönnun á Akranesi sem mælir ekki gegn niðurrifi hússins, enda væri jafnframt mótuð stefna um hvað kæmi í stað þess er tæki tilliti til götumyndar og umhverfis.

Sviðsstjóra falið að senda erindi um málið til Húsafriðunarnefndar.

 

11.

Garðalundur, götunafn

 

Mál nr. SB080048

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Gefa þarf nýrri götu sem liggur að Skógrækt og nýrri lóð undir hótel nafn.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að gata sem liggur frá Ketilflöt að Skógrækt og hótelreit heiti Garðalundur.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00