Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
60. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 21. júlí 2008 og hófst hann kl. 16.00.
Fundinn sátu:
Bergþór Helgason, aðalmaður
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs
Guðmundur Magnússon, aðalmaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Alfreð Þór Alfreðsson, varamaður
Haraldur Helgason, áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðný Ólafsdóttir, fundarritari
Byggingarmál
1. 0805126 - Asparskógar 22, umsókn um byggingarleyfi
Umsókn Gunnars Árnasonar f.h. Verkvík-Nýbyggingar ehf um leyfi til að byggja 15 íbúða fjöleignarhús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Reynis Kristjánssonar byggingarfræðings.
stærðir: 1309,2 m2 og 4058,5m3 með alls 15 matseiningar.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 01.07.2008
2. 0805147 - Asparskógar 20. Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn Gunnars Árnasonar f.h. Verkvík-Nýbyggingar ehf um leyfi til að byggja 15 íbúða fjöleignarhús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Reynis Kristjánssonar byggingarfræðings.
stærðir: 1309,2 m2 og 4058,5m3 með als 15 matseiningar.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 01.07.2008
3. 0807020 - Deildartún 3, umsókn tímabundið leyfi fyrir geymsluhús á lóð
Umsókn Harðar Hallgrímssonar um heimild til að setja upp geymsluhús á lóðinni , samkvæmt meðfylgjandi rissi. Einnig er meðfylgjandi samþykki nágranna fyrir þessu geymsluhúsi.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.07.2008
Leyfið gildir til 30.07.2008
4. 0807029 - Espigrund 1, Umsókn um tímabundið leyfi fyrir kennslustofur við Grundarskóla
Umsókn umsjónarmanns fasteigna Akraneskaupstaðar Kristjáns Gunnarssonar f.h. Akraneskaupstaðar um stöðuleyfi fyrir færanlegar kennslustofur á lóðinni. Staðsetning á lóð samkvæmt aðaluppdráttum Almennu verkfræðistofunnar ehf.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 16.07.2008
5. 0807030 - Vesturgata 139 Ný gönguhurð samkvæmt m.f. rissi
Umsókn Erlu Signýjar Lúðvíksdóttur um heimild til að setja gönguhurð á bílgeymsluna samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 16.07.2008
6. 0807033 - Suðurgata 111, fyrirspurn um leyfi til að setja kvisti á húsið.
Fyrirspurn Brynju Hilmarsdóttur um að fá að setja kvisti báðum megin á húsið. Meðfylgjandi er teikning af eins húsi þar sem sambærileg breyting hefur átt sér stað á.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að haft verði samráð við byggingarfulltrúa og ráðgjafa Akraneskaupstaðar í yfirstandandi bæjar- og húsakönnun.
7. 0807035 - Göngustígur að gamla vitanum.
Vísun frá bæjarráði, þar sem bæjarráð leitar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar á því að setja göngustíg úr stálvirki yfir klettana að gamla vitanum.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir ábendingu byggingarfulltrúa varðandi hverfisvernd nær allrar strandlengju í Akraneskaupstað sem samþykkt var í nýlegu aðalskipulagi.
Með hverfisvernd er lögð áhersla á að vernda strandlengjuna og skal mannvirkjagerð haldið í algjöru lágmarki. Nefndin leggst því gegn því að reist verði 90 metra löng göngubrú út í gamla vitann án þess að deiliskipulag svæðisins sé tekið til endurskoðunar og það metið hvort framkvæmdir samræmist þeim markmiðum sem sett eru í gildandi aðalskipulagi.
8. 0806079 - Sunnubraut - umferðarmál
Sviðsstjóri kynnti álit lögreglu á hugmyndum nefndarinnar sem var sammála hugmyndunum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að Sunnubraut verði gerð að einstefnugötu þar sem akstursstefna verði frá Akurgerði að Merkigerði. Bílastæði verði hægra megin á götunni (að sunnanverðu) meðfram núverandi gangstétt. Nefndin leggur mikla áherslu á að útbúin verði bílastæði á lóðinni Sunnubraut 2, en slíkt fyrirkomulag hefur þegar verið fest í deiliskipulagi svæðisins.
9. 0807034 - Kirkjubraut 48 - breyting á nýtingu húss.
Fyrirspurn vegna sölu á húsinu.
Hvernig liti nefndin á að breyta nýtingu þessa húss úr verslunar- og þjónustuhúsnæði í íbúðarhúsnæði ef til kæmi.
Skipulags- og byggingarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lóðin verði íbúðarlóð.
10. 0806046 - Æðaroddi 48-50 - deiliskipulagsbreyting
Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur rann út 17. júlí 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
11. 0806027 - Kirkjubraut 48 (Arnardalsreitur)- skipting lóðar
Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Ein athugasemd barst frá Einari J. Ólafssyni.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og að orðið verði við athugasemd Einars J. Ólafssonar.
12. 0807031 - Ægisbraut 31,
Starfsmannaaðstaða - stöðuleyfi
Umsókn Grétars Halldórssonar í tölvupósti 3. júlí 2008 f.h. Ístaks um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu við hlið lóðar Ægisbrautar 31 vegna vinnu við dælustöð.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að stöðuleyfi verði veitt, á opnu svæði við Ægisbraut 31 en nefndin leggur áherslu á snyrtilega umgengni á svæðinu.
13. 0807032 - Þjóðbraut 1 -
Umferð á lóð
Erindi Guðna Tryggvasonar dags. 10. júlí 2008 þar sem hann óskar eftir breytingu á staðsetningu gangstéttar og breytingu á inn- og útafkeyslu lóðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra að skoða aðliggjandi gönguleiðir í tengslum við hugmyndir um breytingar.
14. 0805061 - Fráveitukerfi á Akranesi - framkvæmdaleyfi
Afgreiðslu var frestað á fundi þann 19. maí þar sem breyting á skipulagi hafði ekki tekið gildi.
Breytingin hefur verið samþykkt hjá Skipulagsstofnun og verður birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. júlí 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út eftir að auglýsing um breytingu á skipulagi hefur birst í B-deild Stjórnartíðinda.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15