Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
61. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8,
miðvikudaginn 6. ágúst 2008 og hófst hann kl. 16.00.
Fundinn sátu: Bergþór Helgason, formaður
Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður
Magnús Guðmundsson, aðalmaður
Guðmundur Magnússon, aðalmaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Haraldur Helgason, áheyrnarfulltrúi
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs
1. 0807004 - Ægisbraut 31, umsókn um skolphreinsistöð
Umsókn Hildar Ingvarsdóttur verkefnisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um heimild OR til að byggja eins þrepa fráveituhreinsistöð samkvæmt aðaluppdráttum Reynis Adamssonar arkitekts.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.07.2008
Lagt fram.
2. 0807043 - Jörundarholt 1c afturköllun byggingarleyfis
Beiðni Brands Sigurjónssonar um afturköllun á byggingarleyfi vegna viðbyggingar að Jörundarholti 1c.
Bókun bggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23.07.2008.
Lagt fram.
3. 0808002 - Lagabreytingar frá Alþingi
Bréf bæjarráðs dags. 17. júlí 2008 þar sem óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar á drögum að frumvarpi til skipulagslaga, mannvirkjalaga, breytingu á lögum um brunavarnir og flutningi verkefna Brunamálastofnunar o.fl. sem Umhverfisnefnd Alþingis sendi með bréfi dags. 4.7.2008.
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar fyrri umsögn sína frá 31. mars 2008.
4. 0808001 - Stillholt 2 - gluggi
Fyrirspurn Hákons Svavarssonar f.h. Fasteignasölunnar Gimli dags. 29. júlí 2008 þar sem óskað er eftir að fá að setja glugga á geymslu íbúðar 0103 í húsinu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að sækja þarf um breytinguna formlega til byggingarfulltrúa.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.00