Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Hvalfjarðarsveit - aðalskipulagsbreyting
1101216
Tillaga að stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga um 6,9 ha til suðurs.
Athugasemdafrestur er til 24. feb. n.k.
Athugasemdafrestur er til 24. feb. n.k.
2.Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga
1005102
UST óskar eftir umsögn Akraneskaupstaðar um tillögu að vöktunaráætlun. Umsagnarfrestur er til 21. feb. n.k.
Magnús Freyr Ólafsson vék af fundi nefndarinnar meðan fjallað var um málið.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins meðan aflað er frekari upplýsinga.
3.Gámar - Stöðuleyfi.
1010200
Fyrir liggja samanteknar niðurstöður úr spurningalista sem sendur var til lóðarhafa þar sem geymslugámum hefur verið komið fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hafin verði undirbúningur að gjaldtöku fyrir stöðuleyfi gáma.
4.Mannvirkjalög - gildistaka nýrra laga
1102030
Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 31. janúar 2011.
Lagt fram til kynningar.
5.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1102045
Drög að erindisbréfi starfshópsins lögð fram.
Hlutverk og skipan hópsins rædd. Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 17:20.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna.